Army of Darkness Army of Darkness (1993)

Leikstjóri:
Sam Raimi

Handrit:
Sam Raimi
Ivan Raimi


Lengd: 81 mín

Framleiðendur:
Robert G. Tapert
Dino De Laurentiis
Bruce Campbell

Tónlist:
Danny Elfman

Aðalhlutverk:
Bruce Campbell
Embeth Davidz
Marcus Gilbert
Bridget Fonda

sbs:
***+/****

<p align=“justify”>Þeir sem halda því fram að <i>Lord of the Rings 1</i> sé besta ævintýramynd allra tíma hafa einfaldlega ekki séð Army of Darkness, þriðja og seinusta myndin í Evil Dead trilogyinu hans Sam Raimi.</p>
<p align=“justify”>Army of Darkness byrjar þar sem <a href=“movie.asp?Nafn=Evil Dead 2”><i>Evil Dead 2</i></a> endar. Ash, sem er sölumaður hjá S-Mart (shop smart, shop s-mart), hefur lent í tímagöngum eftir að hafa verið í hinum merkilega kofa í skóginum. Göngin senda hann til miðaldra þar sem fólk telur hann vera &quot;The Promised One&quot;, það hefur verið spáð að maður komi frá himnum og bjargi mannverunum frá hinum illa mætti. Með vélsög og haglara sér til hjálpar fer Ash á stað til að berjast við myrkva herinn sem er reyndar bara fullt af beinagrindum. En í leiðinni reynir að finna leið til að komast aftur heim.</p>
<p align=“justify”>Ash er magnaður að vanda, hann skýtur út úr sér &quot;one linerum&quot; en missir aldrei tengslin við alvarleikann. Ash hefur í rauninni aldrei verið sama persónan, í <a href=“movie.asp?Nafn=The Evil Dead”><i>The Evil Dead</i></a> var hann nördalegur náungi sem varð að hetju, í <i><a href=“movie.asp?Nafn=Evil Dead 2”>Evil Dead 2</a> </i>var hann meiri &quot;macho-dude&quot; persóna en núna hefur hann vanist öllum þessum zombie látum og er bara rólegur meðan hann dregur upp haglarann og miðar. En þrátt fyrir allt sjálfstraustið og mikilmettnaðinn sem hefur komið í hann getur hann engan veginn lært þau þrjú orð sem hann þarf endilega að muna, Klaatu barada nikto! sem einhverjir muna kanski eftir úr hinni mögnuðu sci fi mynd, The Day the Earth Stood Still eftir Robert Wise</p>
<p align=“justify”>The Three Stoges er stór hluti myndarinar eins og í fyrri myndunum. Það eru mörg &quot;stooges&quot; leg atriði, með hljóðunum &quot;pops, zing, ding&quot; og þeim öllum. Beinagrindur spila stórt hlutverk í þeim atriðum.</p>
<p align=“justify”>Army of Darkness er ekki mynd full af persónugerð, útlistun eða sögufléttum, Army of Darkness er kvikmynduðuð teiknimyndasaga eins og hún gerist best. Tæknibrellur, hasar, blóð(þó ekkert á við fyrstu tvær), kjánalegu samtöl og yfirdrifinn leikur, þetta er allt að finna í Army of Darkness.</p>
<p align=“justify”>Ég ætla aðeins að tala um endana tvo, þeir sem hafa ekki séð þá eða vilja ekki vita neitt um þá eiga ekki að lesa áfram!</p>
<p align=“justify”>Af einhverjum ástæðum voru gerðir tveir mismunandi endar fyrir dreifingu í BNA og fyrir dreifingu í Evrópu. Sá bandaríski hefur minni áhrif. Þar er Ash kominn aftur í S-Mart og er að segja frá ævintýrum sínum þegar að einn veran birtist í búðinni, hann dregur upp haglarann, skýtur veruna og endar með eina samstarfskonu sína í fanginu. Þessi end<img border=“0” src=“myndir/armyofdarkness.jpg”>ir var framhaldsvænni að sögn framleiðenda. En evrópsku endirinn, betri segja flestir er þannig að Ash vaknar upp eftir að hafa drukkið dropana, hann fer út úr hellinum en sér að hann hefur tekið of marga dropa og sofið of lengi, allt í kring eru leifar af byggingum, þar á meðl Big Ben. Þessi endir er betri að mínu mati en mér finnst hann vera miklu betri fyrir framhald, Evil Dead 4 gæti fjallað um þegar Ash er seinasti maðurinn á jörðinni og allt í kring eru skrímslin, eða er það kanski aðeins of <i>Omega Man</i></p>


<a href="http://www.sbs.is/?url=critic/movie.asp?Nafn=Army%20of%20Darkness">Myndir og fleiara úr The Army of Darkness</a