Evil Dead 2 Evil Dead 2 (1987)

Leikstjóri: Sam Raimi
Handrit: Sam Raimi, Scott Spiegel

Lengd: 85 mín
Framleiðendur: Irvin Shapiro, Robert G. Tapert, Bruce Campbell

Aðalhlutverk:
Bruce Campbell, Sarah Berry, Dan Hicks, Kassie DePaiva, Ted Raimi, Lou Hancock, John Peaks

sbs:
***+/****

Það er hægt að ræða lengi um hvort að Evil Dead 2 sé framhald eða endurgerð The Evil Dead. Ég mundi segja að hún væri blanda af endurgerð og framhaldi. Hún byrjar einsog The Evil Dead nema að þessari er Ash og Linda ein að fara í kofann. Á nokkrum mínútum breytist Linda í djöfull/skrímsli eða hvað þú villt kalla það, Ash tekur af henni hausinn og grefur hana. Eftir það byrjar hún þar sem The Evil Dead endaði. Ash verður andsetinn sjálfur, reyndar aðallega í hendinni en hann reddar því með að taka hana af sér. Hann er smá tíma einn í kofanum en svo koma fjórir aðilar í kofann. Annie Knowby (Sarah Berry, pabbi hennar var að vinna við að þýða bókina í kofanum en hún veit ekki að hann er löngu dáinn, mamma hennar reynar líka; kærasti hennar Ed (Richard Domeier); “redneck” sem heitir Jake (Dan Hicks) og kærasta hans Bobbie Joe (Kassie Wesley). Einsog hægt var að geta drepast þau öll koll af kolli.


En söguþráðurinn er mjög svipaður, aðalmunurinn er að persónurnar heita annað. Ein veran er læst í kjallaranum, í The Evil Dead var það systir Ash en í þessari er það mamma Annie og svo eru persónurnar mjög svipaðar hinum gömlu.

Hvort sem að Evil Dead 2 er endurgerð eða framhald er hún betri en The Evil Dead í alla staði. Sam gat eitt heilum þrem milljónum dölum í þessa og það sést vel. Tæknibrellurnar eru allar miklu betri, meðal annars sjáum við Lindu koma upp úr gröf sinni dansandi með hausinn oftast ekki á sér. Förðunin er líka mikið betri, í staðinn fyrir hrísgrjónagraut er komið latex. En þó að verurnar séu meira sannfærandi í þessari þá missa þær aldrei þetta teiknimyndalega útlit sem þær höfðu í The Evil Dead.

Ash hefur breyst svolítið, í The Evil Dead var hann nördalegur náungi sem varð að hetju, í þessari er hann meira “macho-dude” en hann er samt cool. Hann verður andsetinn í þessari og missir hendina útfrá því en í staðinn fyrir hendina fær hann sér vélsög. Atriðið sem hann lætur hana á sig er mjög Batman legt, það væri gaman að vita hver hefur hermt eftir hverjum þar.

Sam Raimi leikstýrir þessari alveg eins og The Evil Dead, 360 gráðu tökurnar, “shake cam” og “close up” þetta er allt hérna. Hún er yfirfull af The Three Stooges húmor en í staðinn fyrir Larry, Curly og Moe eru skímslin.

<a href="http://www.sbs.is/?url=critic/movie.asp?Nafn=Evil+Dead+2">Myndir og fleira</a