Saving Private Ryan Ég sá þessa mynd fyrir nokkrum vikum og fannst mér hún vera frábær og því ætla ég að skrifa grein um hana.
Þessi mynd var gerð árið 1998 og var leikstýrt af snillingnum Steven Spielberg(Minority Report) og var tagline hennar:,,In the Last Great Invasion of the Last Great War, The Greatest Challenge for Eight Men was Saving… One.\'\'.
Í henni léku Tom Hanks(The Green Mile), Tom Sizemore( Black Hawk Down), Edward J. Burns(15 Minutes), Matt Damon(The Talented Mr Ripley), Jeremy Davies(Ravenous), Vin Diesel(Pitch Black), Adam Goldberg(A Beautiful Mind), Barry Pepper(We Were Soldiers) og Giovanni Ribisi(That Thing You Do!).

Þessi frábæra mynd fjallar um hersveit sem er undir stjórn John Miller(Tom Hanks) og er send til að bjarga hermanni að nafni James Ryan(Matt Damon) og leysa hann undan herskyldu því að allir bræðu hans hafa fallið fyrir handan víglínuna og yfirmanni heraflans finnast það ómannúðlegt að láta móðir James Ryans missa fjórða soninn. Eitt af mörgum vandamálunum við þennan leiðangur er að þeir vita ekki hvar hann er. Þegar þeir telja sig hafa fundið James Ryan reynist hann vera alnafni hans en á endanum finna þeir loks hinn rétta James Ryan en þá birtist enn eitt vandamálið því hann vill ekki fara frá brúnni.

Mér fannst þessi mynd vera ein besta stríðsmynd sögunnar og átti hún vel skilið öll þau verðlaun sem hún fékk þar á meðal besti leikstjóri(Steven Spielberg), besta hljóð, besta klipping og besta klipping en þessi mynd var líka tilnefnd margra annarra verðlauna sem hún átti meira en nóg skilið. En það var meira á bak við þessa mynd en verðlauninn handritið var einnig mjög vel skrifað og ótrulega góð á flesta vegu og því gef ég henni ****/****.

,,Private Reiben: You want to explain the math of this to me? I mean, where\'s the sense in risking the lives of the eight of us to save one guy?
Captain Miller: Anyone wanna answer that?
Medic Wade: Hey, think about the poor bastard\'s mother.
Private Reiben: Hey, Wade, I got a mother, you got a mother, the sarge has got a mother. I\'m willing to bet that even the Captain\'s got a mother. Well, maybe not the Captain, but the rest of us have got mothers.\'\'.

kv.
dictato