Raging Bull Titill:Raging Bull
Framleiðsluár:1980
Leikstjóri:Martin Scorsese
Aðalhlutverk:Robert De Niro, Joe Pesci, Cathy Moriarty
Genre:Drama
Lengd:ca. 129 min

RAGING BULL
Það gekk ekki áfallalaust að koma Raging Bull á hvíta tjaldið.Frá byrjun var Robert De Niro sá eini sem fannst Jake La Motta vera þess virði að gera mynd um. Hann nálgaðist Martin Scorsese með ævisögu La Motta´s ( sem hann hafði nýlega verið gefin út ) á meðan Scorsese var að kvikmynda Alice Doesn´t Live Here Any More, en hann virtist hafa takmarkaðan áhuga á því að gera myndina. Eftir nokkurn tíma var Scorsese byrjaður að hugsa um myndina, en þó ekkert alvarlega. Upprunalega voru til hugmyndir um að ævisögu mannsins ætti fyrst að breyta í leikrit og svo í kvikmynd, en fáir höfðu áhuga á því.

Það var ekki fyrr en að hann Scorsese veiktist alvarlega og lá rúmfastur í sjúkrahúsi að hann fór að líta myndina alvarlegum augum.„I understood then what Jake was, but only after going through a similar experience myself. I was just lucky that there happened to be a project ready for me to express this. I had lived a crazy lifestyle for a couple of years before this movie, all which culminated in Raging Bull. The understanding of why i was doing it found its way into Jake character, and i was able to deal with it on film.“

De Niro þurfti að æfa sig í 18 mánuði til þess að geta komist í nógu gott form fyrir boxatriðin, en tók sér síðan frí og þyngdi sig um 30 kíló fyrir seinni hluta myndarinnar. Hann varð svo feitur að aðstandendur myndarinnar höfðu áhyggjur af honum. Scorsese ákvað að hafa aðeins þrjár til fjórar tökur á seinni atriðum í myndinni ( í staðin fyrir 30-40 ).„ Bobby´s weight was so extreme that his breathing was like mine when i have an asthma attack“.

Raging Bull fékk afleita dóma ( í Bandaríkjunum ) í fyrstu, og flestir gagnrýnendur voru meira hrifnir af frammistöðu De Niro´s í myndinni, heldur en myndinni sjálfri. En þó með tímanum hefur myndin verið kölluð ein besta kvikmynd allra tíma, og var meðal annars á topp 10 lista gagnrýnenda yfir bestu kvikmyndir allra tíma og hefur verið kölluð besta kvikmynd níunda áratugarins. Myndin var tilnefnd til átta óskarsverðlauna árið 1981-besta mynd, besti leikstjóri ( Martin Scorsese ), besti leikari í aðalhlutverki ( Robert De Niro ), besti leikari í aukahlutverki ( Joe Pesci ), besta leikkona í aukahlutverki ( Cathy Moriarty ). Einnig var hún tilnefnd fyrir kvikmyndatöku, hljóð og klippingu. Hún hlaut þó aðeins tvo óskara, besti leikari í aðalhlutverki ( Robert De Niro ) og besta klipping.

Jake La Motta ( a.k.a The Bronx Bull ) var fyrsti boxari í heiminum til þess að sigra Sugar Ray Robinson. Eftir það lá leiðin að heimsmeistaratitlinum. En boxhringurinn var ekki eini vígvöllur La Motta´s. Myndin rekur sögu hans frá árunum 1941-1946.

Í fyrsta lagi vil ég hrósa leikurunum fyrir sín hlutverk. Robert De Niro hefur ALDREI verið betri. Maðurinn sýndi þarna frammistöðu lífs síns, og jafnvel eina bestu frammistöðu sem sést hefur í kvikmynd. Það er hreinlega ótrúlegt að sjá manninn leika. Hann gefur þessu óstjórnanlega skrýmsli þvílík skil, að maarr hefur bara ekki séð svona áður. Venjulega myndi manni vera nákvæmlega sama um fólk eins og Jake La Motta, en þegar hann er fastur í fangelsisklefanum grátandi, þá getur maarr ekki annað en vorkennt honum og í leiðinni er það atriði óþægilegt og frekar ógeðslegt, en ekki út af ofbeldinu heldur vegna þess að við getum ekki annað en spurt okkur sjálf, hvað skilgreinir hann frá okkur. Joe Pesci leikur bróður Jake´s, og er hreint útsagt stórkostlegur en fellur þó í skuggann af De Niro. Það sama má segja um Cathy Moriarty sem leikur eiginkonu Jake´s.

Kvikmyndatakan er mjög sérstök og flott ( sérstaklega í box-atriðunum ). Myndin sjálf er svört-hvít, og gefur henni sérstakan blæ sem erfitt er að útskýra. Leikstjórnin er fullkominn, og í rauninni er það algjör skandall að hann Scorsese hafi ekki unnið óskarinn fyrir vikið. Boxatriðin er mjög flott og blóðug ( eitt atriði er ein mesta snilld sem sést hefur ). Allt annað er til fyrirmyndar, og ég held að það sé nú frekar erfitt að finna veikan blett á Raging Bull.

Allt í allt er þetta hin fullkomna kvikmynd, sem hefur náð að festa sig í sessi sem ein merkasta og besta kvikmynd níunda áratugarins, og jafnframt sem ein besta kvikmynd allra tíma.

****/****

Smokey…