Leikstjórn

Pierre Morel

Aðalhlutverk

John Travolta
Jonathan Rhys Meyers

Söguþráður

Sérlegur aðstoðarmaður sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi, James Reece, lifir öfundsverðu lífi í París og á fallega franska kærustu. Ástríða hans í lífinu er hinsvegar aukavinnan hans, íhlaupastörf fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA. Það sem James þráir heitast af öllu er að verða alvöru CIA maður og lenda í alvöru átökum. Þegar draumur hans verður loks að veruleika, á hann erfitt með að trúa því, þar til hann hittir nýja CIA félaga sinn, leyniþjónustumanninn Charlie Wax, sem hefur verið sendur til Parísar að stöðva hryðjuverkaárás. Wax og James leiðast nú inn í hættuför um undirheima Parísar, sem gerir það að verkum að James þráir nú ekkert heitar en að komast aftur á bakvið skrifborðið þar sem hann var áður. En þegar James uppgötvar að hann er sjálfur orðinn skotmark glæpahringsins sem þeir félagar eru að eltast við, áttar hann sig á því að það er engin leið fyrir hann að snúa til baka til fyrra lífs.
………………………………………………………………………………………………………..

Gagnrýni

Mér fannst þetta alveg þræll skemmtileg mynd. Þetta er einn af þeim myndum sem er mikið að gerast einginlega alltaf. Það er spenna alla myndina hún kom verulega mikið á óvart í raun þessi mynd er svona ekta spennu og drama mynd þessi mynd er í sama formi og Die Hard og Lethal Weapon. Ekta spennumynd Þar sem maður kynnist nýjum félaga og lendir í allskyns vandræðum.

Frakkinn Pierre Morel sem leikstýrði myndinni og leikstýrði líka Taken þá átti maður von á þetta yrði góð mynd. Frakkarnir eru rosa góðir í kvikmynda gerð og í þessum bransa. það var mikil um byssur í Þessari mynd held það eru mjög fá atriði sem byssan er ekki í notkun eins og í Taken mikið af byssum og slagsmálum mjög vel gerð!
Svo koma leikararnir John Travolta hann Var Algjörlega magnaður í þessari mynd hann var stór partur að henni. Hann var rosa hress og skemmtilegur náði persónunni mjög vel er stoltur sá hann leika almennilegt hlutverk. Þótt hann sé meira svona Grínisti er gaman að sá hann skjótta fullt að fólk hef ekki séð hann slást eins hann gerir í þessari mynd.

Jonathan Rhys Meyers hann er skemmtilegur strákur gaman að sá hann í þessari mynd leik bara mjög vel og var góður í henni. Hefði verið skemmtilegra að sá hann vera meira að skjótta úr byssunum og vera meira í slagsmálum og þessu veseni.

Síðan var myndin í heildina var bara mjög flott.Gaman að sá parís borgina meira en það sem maður sér vanalega í myndunum eins og parís turninn og svona maður fékk aðeins að sá meira eins og fátæka hverfið í parís og svona gaman að sá krakkana í blokkinni og góðir aukaleikarar.

Eins ég sagði í byrjun þessi mynd er rosalega flott og skemmtileg. Hef maður fílar almennilegar spennumyndir eins og Die Hard og svona þá er þetta líklega mynd fyrir þig . í rauninni að mínu mati var myndin ekkert sérstök þangað til að John Travolta kom í hana þá varð hún spennandi.

Ég ætla að gefa henni 7/10 .