Óskarinn Krufinn Ég er núna séð flestar þeirra mynda sem tilnefndar eru til óskarverðlaun og er líka stutt í að hátiðina rómuðu þá langaði mig til að kryfja þettað aðeins og spá í þessu.


Besta myndin

Tilnefndar eru myndirnar:

Lord of the Rings: Fellowship of the Ring
A Beautiful Mind
In The Bedroom
Gosford Park
Moulin Rouge

Ég gét byrjað á því að útiloka tvær myndir. Moulin Rouge og Gosford Park, þó báðar myndirnar séu mjög góðar þá er einhvalð við þær sem segir manni að þær fái ekki verðlaunin eftirsóttu. T.d. þá er Moulin Rouge svoldið fantasíuleg og það hefur aldrei verið kostur, hún er líka ekki tilnefnd fyrir bestu leikstjórn og ég man ekki til að nokkur mynd sem hefur unnið óskarinn hafi ekki verið tilnefnd fyrir leikstjónina. Gosford Park aftur á móti er tilnefnd fyrir leikstjórnina en myndin getur stendum verið smá langdreginn þó að hún sé alveg frábærlega gerð.
Ég veit ekki hvað ég á að segja um A Beautiful Mind því að myndin sjálf er mjög fín þó að ef ég ætti að velja leikara í myndina þá hefði ég ekki valið Russell Crowe og síðan hef ég líka verið að heyra að myndin sé byggð á sannri sögu en fari bara ekki alveg með allan sannleikann, en eins og ég sagði þá fannst mér myndin vera fín fyrir utan Crowe.
Ég er einn af þeim sem fannst Lord of the Rings vera alveg frábær en þegar maður lítur raunsætt á þettað þá er alveg möguleiki fyrir heldi að hún vinni ekki. Það gæti komið fyrir hana svipað og kom fyrir Star Wars á sínum tíma, allir dýrkuðu myndina en útaf því að hún er svo óraunhæf þá gæti komið fyrir að það verði litið framhjá henni.
In The Bedroom er sú mynd af þeim sem tilnefndar eru sem kom mér mest á óvart, hún er með alveg afburðarleik, myndin er vel gerð og frábærlega skrifuð. Ég held að þettað sé myndin sem muni vinna ef Lord of the Rings vinnur ekki, þó að hún sé ekki tilnefnd fyrir leikstjórnina.


Besta leikstjórn

Þeir sem eru tilnefndir eru:

Ron Howard (A Beautiful Mind)
Ridley Scott (Black Hawk Down)
Robert Altman (Gosford Park)
Peter Jackson (Lord of the Rings: Fellowship of the Ring)
David Lynch (Mulholland Drive)

Ég held að baráttan um þennan titil verði á milli Peter Jackson og Robert Altman. Peter Jackson sem kom með eitt mesta stórvirki bókmenntarsögunar á hvít tjaldið. Honum tókst að festa á filmu það sem öðrum hafði mistekist að gera teiknimynd út frá og geri aðrir betur. Robert Altman Gerði alveg frábæra mynd gaf mjög góð skil á öllum persónum í mynd þar sem var heil óhemja af leikurum. Þó að ég haldi að myndin sé á köflum svoldið langdregin þá ætla ég ekki að drag neitt frá leikstjórninni sem er alveg hreint frábær.
Ron Howard sem er nú eiginlega orðin áskrifandi af tilnefningum fyrir myndir sínar kemur með alveg mjög fína mynd samt er einhvað fráhrindandi við myndina sem ég er ekki viss hvað er.
Ridley Scott er nú aldeilis búin að rifa sig upp á rasshárunum og er þettað annað árið í röð sem hann er tilnefndur og fyrir líka þessa mjög fínu mynd. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að eftir G.I. Jane þá myndi Ridley Scott treysta sér út í að gera aðra hermynd. En sem betur fer gerði hann það og með stæl.
Ég er ekki en búin að sjá myndina sem David Lynch leikstýrði en ég hef mikla trú á honum.


Besti leikari (aðalhlutverk)

Tilnefndir eru þeir:

Russell Crowe (A Beautiful Mind)
Sean Penn (I Am Sam)
Will Smith (Ali)
Denzel Washington (Training Day)
Tom Wilkinson (In The Bedroom)

Ég verð bara að segja fyrir mitt leiti að Russell Crowe er alltof mikið “miscast” til að fá óskarinn þettað árið. Hann leikur mjög vel þettað hlutverk en er bara hreinlega ekki maðurinn sem ætti að vera með þettað hlutverk.
Will Smith kom mér alveg ótrúlega á óvart í Ali. Eftir myndirnar sem hann hefur verið að leika í undanfarið þá hélt ég að það væri bara einhvað grín að hafa hann í þessari mynd, en hann kom mjög vel út úr þessari líka arfaslöku mynd.
Ef Tom Wilkinson vinnur ekki óskarinn í ár þá er einhvað að. Þegar ég sá myndina hans þá var hann alveg áberandi besti leikarinn í henni. Það liggur við að maður eigi ekki nógu sterk orð til að lýsa frábærum leik hans.
Ég hef ekki sé myndirnar sem Denzel Washington og Sean Penn leika í en hef samt enga trú á að Sean Penn fái verðlauninn, þó að hann hafi ábyggilega leikið mjög vel þá er samt einhvað sem segir manni að þessi mynd hans sé einhvað heimskuleg. Aftur á móti get ég trúað því að Denzel Washington hafi verið nokkuð góður en ég held að hann verði sniðgenginn en eitt árið.


Besti leikari (aukahlutverk)

Tilnefndir eru þeir:

Jim Broadbent (Iris)
Ethan Hawke (Training Day)
Ben Kingsley (Sexy Beast)
Ian McKellen (Lord of the Rings: Fellowship of the Ring)
Jon Voight (Ali)

Ég held að ég geti nokkurnveginn útilokað að Ethan Hawke og Jim Broadbent. Þó svo að ég hafi ekki séð mndirnar þeirra þá einhvernveginn held ég að þeir fái ekki óskarinn, allavega ekki í ár. Samt sem áður hélt ég að Jim Broadbent yrði tilnefndur fyrir hlutverk sitt í Moulin Rouge en svo varð ekki.
Ég veit eiginlega ekki hvað á að velja af hinum mönnunum sem voru allir með afburðar leik í myndum sínum. Ég held að þeir eigi svona nokkuð jafna möguleika. Fyrir mitt leiti myndi ég samt velja Ian Mckellen því ég held að það hafi verið mest krefjandi af öllum hlutverkunum.
Það er líka möguleiki að það skemmi fyrir Jon Voight hversu léleg myndin sem hann lék í var en samt á hann mikið hrós skilið fyrir leik sinn. Ben Kingsley er líka alveg frábær í sínu hlutverki og skapar þar ótrúlega mikin hrotta.


Besta leikkona (aðalhlutverk)

Þær tilnefndu eru:

Halle Berry (Monster’s Ball)
Judi Dench (Iris)
Nichole Kidman (Moulin Rouge)
Sissy Spacek (In The Bedroom)
Renée Zellweger (Bridget Jones’s Diary)

Ég verð að segja að þessi verðlaun eiga tvær leikkonur skilið. Þær Nichole Kidman Og Sissy Spacek, þær sína báðar alveg ótrúlegan leik. Nichole Kidman leikur og syngur og ég held að það hafi verið allra mest krefjandi af þeim myndum sem leikkonurnar eru í.
En Sissy Spacek leikur óhemjuvel í myndinni sinni. Það eru alveg örugglega ekki margar leikkonur sem gætu tekið þettað hlutverk að sér og skilað því svona vel af sér að maður á bara erfitt með að melta það.
Ég ætla að koma með þá staðfestingu að Renée Zellweger fái ekki óskarinn fyrir mynd sína. Ég verð bara að segja fyrir mitt leiti að ég veit ekki afhverju hún er tilnefnd. Mér fannst myndin hennar ekkert sérstök og var hún ekkert frábær í sínu hlutverki.
Eins og áður þá eru það tvær af myndunum sem ég hef ekki sé. Það eru myndir Judi Dench og Halle Berry. Einfaldlega því að myndir þeirra eru ekki komnar á klakan. En ég gét alveg trúað að þær hafi staðið sig með prýði þó að ég standi samt á þeirri skoðun að baráttan verði á milli Sissy Spacek og Nichole Kidman.


Besta leikkona (aukahlutverk)

Þær tilnefndu eru:

Jennifer Connelly (A Beautiful Mind)
Helen Mirren (Gosford Park)
Marisa Tomei (In The Bedroom)
Maggie Smith (Gosford Park)
Kate Winslet (Iris)

Ég held að það er ein áberandi betri leikkona í ár. Það er Maggie Smith sem er alveg stórfengleg í mynd sinni. Þar sem hún lék hina fullkomnu sobbuðu aðalskonu. Í sömu mynd leikur Helen Mirren hinn fullkomna þjónn svo að það fari ekkert á milli mála og gerði hún það líka með stakri prýði.
Jennifer Connelly er líka mjög fín í mynd sinni og má hún alveg eiga það en það er einhvað sem segir að hún fái ekki vinninginn núna. En samt vil ég taka það fram að hún er mjög fín í þessu hlutverki.
Marisa Tomei er einnig mjög fín í mynd sinni en samt ekki nóg til að vinna og eins og ég sagði áður þá er myndin sem Kate Winslet leikur í ekki kominn til landsins en ég held að hún hafi bara staðið sig mjög vel þar. En fyrir mitt leiti verð ég að segja að Maggie Smith lék alveg stórfenglega í mynd sinni og á skilið að fá verðlaun fyrir það.


Besta Erlenda Myndin

Þær myndir sem eru tilnefndar eru:

Amélie
Elling
Lagaan
No Man’s Land
Son of the Bride

Ég hef bara séð tvær myndir í þessum flokki, þær Amélie og Elling. No Man’s Land er sýnd í Regnboganum en ég hef bara ekki haft tíma til að kíkja á hana, en geri það bara seinna. Hinna tvær myndirnar eru ekki komnar og er það ástæðan fyrir því að maður hefur ekki getað litið á þær.
Amélie er sög sigurstranglegust af myndunum í þessum flokki og er það kannski ekki skrítið því að hún er einnig tilnefnd til fjagra annara verðlauna. Myndin er mjög vel gerð og verð ég að segja að þetta er með betri mynum sem ég sá á síðasta ári.
Elling aftur á móti er betri af mínu mati sagan er góð handritið er þétt og vel skrifað og leikararnir koma þessu vel frá sér. Þessi mynd fær mitt atkvæði en samt ef maður á að segja alveg eins og er þá er ekki alltaf besta myndin sem vinnur og held ég að Amélie vinni í á vegna þess að hún er afburðar mynd á fleiri máta en hinnar myndirnar.


Besta Handrit (byggt á öðru efni)

Tilnefnd eru:

A Beautiful Mind
Byggt á bók eftir Sylvia Nasar.
Handrit eftir Akiva Goldsman.

Ghost World
Byggt á teiknimyndasögu eftir Daniel Clowes.
Handrit eftir Daniel Clowes og Terry Zwigoff.

In The Bed Room
Byggt á sögu eftir Andre Dubus.
Handrit eftir Todd Field og Robert Festinger.

Lord of th Rings: Fellowship of the Ring
Byggt á bók J.R.R. Tolkien.
Handrit eftir Fran Walsh, Peter Jackson og Philippa Boyens.

Shrek
Byggt á bók William Steig.
Handrit eftir Ted Elliott(I), Terry Rossio, Joe Stillmann og Roger S.H. Schulman.

Ég verð að segja að Lord of the Rings fái þessi verðlaun. Þettað verk er eitt allra mesta stórvirki sem gert hefur verið, allavega á þessari öld.
Handritin í In The Bedroom og A Beautiful Mind eru bæði með því betra sem gengur og gerist en eru samt einhvernveginn svo smá miðað við Lord of the Rings.
Handritið í Shrek Hafi var mjög gott, skemmtilegt og mjög fyndið en eins og með hinar myndirnar þá fellur hún alveg í skuggan á Lord of the Rings.
Ghost World er eina myndi sem er gerð eftir teiknimyndarsögu myndin er mjög fín og handritið gott en eins hinar myndirnar þá fellur hún í skuggan á Lord Of the Rings.

Besta Handrit (frumsamið)

Tilnefnd eru:

Amélie
Saga eftir Guillaume Laurent og Jean-Pierre Jeunet
Handrit eftir Guillaucme Laurent

Gosford Park
Hugmynd Eftir Robert Altman og Bob Balaban
Handrit eftir Julian Fellowes

Memento
Saga og handrit eftir Christopher og Jonathan Nolan

Monster’s Ball
Handrit eftir Milo Addica og Will Rokos

The Royal Tenenbaums
Handrit eftir Wes Anderson(I) og Owen Wilson

Í Amélie er mjög gott handrit, mjög vel gert, skemmtileg og nær að flétta á skemmtilegan hátt á milli raunvöruleikans og fantasíu.
Ég held að sigustranglegasta handritið er Gosford Park Sem er alveg hreint framúrskarandi í persónusköpun og flétti ótrúlega vel á milli yfirstéttar fólks á fyrir hluta síðaustu aldar og þjónustu fólks þeirra. Plotið er líka mjög fínt og útkoma myndarinar skemmtileg.
Memento er frábærlega skrifuð og á mikið lof skilið fyrir, á mjög skemmtilegan hátt fléttir hún aftur á bak og er bæði ótrúlega skemmtileg og skemmtileg.
Monster’ Ball og The Royal Tenenbaums eru ekki komar til landsins og því er ég ekki búin að líta á þær en hlakka mikið til að að sjá The Royal Tenenbaums.


Besta Kvikmyndataka

Tilnefndar eru:

Amélie
Black Hawke Down
Lord of the Rings: Fellowship of the Ring
The Man Who Wasn’t There
Moulin Rouge

Þettað er ábyggilega einn erfiðasti flokkurinn. Kvikmyndatakan í öllum myndunum er til fyrirmyndar. Kannski gétur maður byrjað að reyna að útiloka þær myndir sem ég held að vinni ekki t.d. The Man Who Wasn’t There og síðan eru líka ekkert ógurlegir möguleikar að Amélie vinni.
Black Hawk Down er með alveg hreint frábæra kvikmyndatöku en minnir svoldið mikið á kvikmyndartökurnar í Saving Private Ryan og gæti það skemmt fyrir.
Kvikmyndatakan í Moulin Rouge er líka frábær, þar eru kvikmyndatökunar ligguð við látnar dansa og er það gert með stakri prýði.
Í Lord of the Ring er gengið frá öllu á hreint út sagt frábæran hátt og valla hægt að biðja um betri kvikmyndatökur.


Besta Listræna Hönnun

Tilnefndar eru:

Amélie
Gosford Park
Harry Potter and the Sorcerer’s Stone
Lord of the Rings: Fellowship of the Ring
Moulin Rouge

Það er alltaf gaman að sjá skemmtilega og fallega listræma hönnun í myndu. Í Amélie er það gert á skemmtilegan hátt með fantasíu ívafi.
Í Gosford Park er það gert með stéttarskipingar breyttingunum á milli yfirstéttar og þjónustufólksins á fallegan og skemmtilegan hátt.
Í Harry Potter er á frábærlegan hátt komið með heilan galdraskóla og allt sem því fylgir.
Í Lord of the Rings er komið með ævintýri Tolkien til lífsins og gerðar nokkrar borgir t.d. þar sem Hobbitarnir búa og álfarnir og er þettað auðvitað lang sigurstanlega hönnunin enda alveg það besta sem gerist.
Moulin Rouge kemur með stílhreina og skemmtilega hönnun í næturklúbb í París um aldarmótin 1900 og kemur með skemmtilega og fantasíulega hönnun.


Besta Teiknimynd

Tilnefndar eru:

Shrek
Jimmy Neutron: Boy Genius
Monsters Inc.

Ég hef ekki sé Jimmy Neutron en af hinum tveim að velja þá verð ég að segja að Sherk sé mun meiri afburðar mynd miðað við Monsters. Ég verð samt að segja að mér fannst Monsters mjög góð skemmtun og á skilið hrós fyrir en Sherk var bar mun betri mynd.

Besta Klipping

Tilnefndar eru:

A Beautiful Mind
Black Hawk Down
The Lord of the Rings: Fellowship of the Ring
Memento
Moulin Rouge

Í þessum flokki held ég að Moulin Rouge verði sigurvegari. Klippingin í myndinni er frábær, hún þrykkis á milli atriða á snilldarlegan hátt og á skilið að fá mikið lof fyrir það.
Klippingin Black Hawk Down er líka frábærlega gerð, farið er á milli atriða á skemmtilegan hátt.
Memento og A Beautiful Mind eru líka mjög vel gerðar en falla í skuggan á hinum fyrrnefndum myndum.
Lord of the Rings er líka mjög val gerð og getur einnig átt möguleika á sigri í þessum flokki en samt sem áður tel ég að Moulin Rouge taki þessa styttu með sér heim.


Bestu Tæknibrellur

Tilnefndar eru:

A.I. Artificial Intelligence
The Lord of the Rings: Fellowship of the Ring
Pearl Harbor

Ég held að ég geti alveg útilokað Pearl Harbor, því bæði tæknibrellurnar í Lord of the Rings og A.I. er svo miklar afburðar tæknibrellur að það er bara ekkert pláss fyrir Pearl Harbor.


Bestu Búningar

Tilnefndar eru:

The Affair of the Necklace
Gosford Park
Harry Potter an the Sorcerer’s Stone
The Lord of the Rings: Fellowship of the Ring
Moulin Rouge

Í Gosford Park er stíllinn á búningunum frábærlega hannaður, bæði hjá yfirstétt og þjónum.
Harry Potter eru búningarnir kannski ekki jafn vel gerðir frekar einfaldir en samt svoldið stílhreinir.
Í Lord of the Ring eru margar tegundir búninga fyrir ýmsa gerðir ævintýrapersóna og tekst mjög vel gert næstum áberandi betra gert en allar hinar nema Moulin Rouge sem kom með frábæra búninga frá aldramótunum 1900 í París. Búningarnir í Moulin Rouge eru mjög litríkir og skemmtlega hannaðir.
Ég hef ekki séð The Affair of the Necklace og veit ekkert um hanna þannig að ég gét eiginlega ekki dæmt neitt um hver vinnur í þessum flokki en tel samt að Lord of the Rings og Moulin Rouge séu sigurstranglegastar í þessum flokki.


Ég verð að segja að ég er kannski ekki nóg vel að mér en ég veit ekki alveg hvernig dæmt er í flokkunum um bestu tónlist, besta hljóð, bestu hljóðbrellur, hef líka ekki heyrt bestu lögin og fyrir besta farðan.

Síðan hef ég ekki heldur séð hvorki stuttmyndirnar né heimildarmyndirnar þannig að ég ætla ekki að taka neina afstöðu þar.

Ég vill taka það fram að þettað er mín persónulega skoðun og getur verið að útkoman verði allt önnur en ég held fram hér.

Vona að ykkur hafi líkað lesturinn.

Freddie