Gangs of New York Titill:Gangs of New York
Leikstjóri:Martin Scorsese
Aðalhlutverk:Leonardo DiCaprio, Daniel Day Lewis, Cameron Diaz, Jim Broadbent, John C. Reilly
Lengd:Eitthvað um 180 min
Release date:Haust 2002 ( USA )
Tagline:America Was Born In The Streets.
Genre:Crime/Drama

GANGS OF NEW YORK

Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Herbert Asbury. Hún gerist á 19.öld í New York og fjallar aðallega um tvö stór gengi, the Dead Rabbits og the Native Americans. Í byrjun myndarinnar er leiðtogi the Dead Rabbits drepinn og gengið mest allt drepið. Nokkrum árum síðar er sonur ( Amsterdam Vallon-Leonardo DiCaprio ) fyrrum leiðtoga the Dead Rabbits orðinn þroskaður og ætlar sér að stofna nýtt gengi og hefna sín illilega á leiðtoga ( Bill the Butcher-Daniel Day-Lewis ) Natives gengisins fyrir morðið á föður sínum.

Mikið gekk um á meðan tökum á GoNY stóðu sem hæst. Liam Neeson sem leikur föður DiCaprio´s í myndinni slasaðist í mótorhjólaslysi, DiCaprio þurfti að biðja Scorsese ( leikstjóra GoNY ) afsökunar fyrir framan allt tökuliðið út af því að hann gleymdi sér aðeins á djamminu með kærustu sinni og mætti mjög seint í tökur. Myndinni var seinkað mjög út af lengd hennar og miklar deilur brutust út, út af því. Leo DiCaprio sagði á fréttamannafundi að honum hafi fundist GoNY rosalega mikil vonbrigði“won't exactly wow the world”. Og svo sagði leikstjórinn Martin Scorsese í viðtali að hryðjuverkin 11.sept, hefðu haft mikil áhrif á myndina, “What the picture really deals with is who is American: who has the right to be here. At this point I look at the picture and things seem different to me. That doesn't mean things are going to be edited in terms of the political climate - I really have to take a hard look at this. Not just the violence, I'm talking about the attitude and use of racial swearwords.”

Myndin sjálf hefur verið að fá frábær viðbrögð á sérstökum sýningum. Hún hefur verið sögð virkilega ofbeldisfullt meistaraverk.

Leikararnir í aðalhlutverkunum eru nokkuð athyglisverðir. Hann Leonardo DiCaprio hefur varla leikið í neinni virkilega góðri mynd ( kannski fyrir utan The Basketball Diaries ) en ég vona að hann sé hér kominn með eitthvað gott ( þess má geta að næsta mynd hans eftir GoNY er Catch Me If You Can, í leikstjórn Steven Spielbergs ). Í hlutverki Bill “the butcher” Cutting er bretinn ágæti Daniel Day-Lewis, en hann sást síðast í boxmyndinni The Boxer. Upprunalega átti Robert De Niro eða William Dafoe að fara með hlutverk Bill Cuttin´s í GoNY en þegar þeir tveir útilokuðu sig var aðeins einn kostur eftir, Daniel Day-Lewis. Camerin Diaz ( sem leikur kærustu DiCaprio´s í myndinni ) hefur hægt og rólega verið að sanna sig sem góð leikona svo að ég held að hún eigi ekki eftir að verða sér til skammar í sínu hlutverki. Aðrir leikarar eru lítið þekktir en það má kannski helst nefna John C. Reilly sem hefur sýnt ágætis frammistöðu í sínum myndum.

Mér sjálfum líst virkilega vel á myndina og get varla beðið eftir því að sjá hana. En eins og oftast mun biðin verða frekar löng!

Smokey…