Framleiðsluland: USA
Ár: 2001
Leikstjóri: Ridley Scott
Aðalhlutverk: Anthony Hopkins(Silence of the Lambs), Julianne More(Fugitive, Boogie Nights, Psycho), Gary Oldman(JFK, Léon, The Fith Element)og Ray Liotta(Goodfellas, Cop Land)


Tíu ár eru liðin frá því þegar Dr.Hannibal Lecter flúði úr fangelsi í Bandaríkjunum. Núna er hann í Evrópu að reyna að komast að sem bókasafnsvörður á frægu bóksafni á Ítalíu. Maður að nafni Mason Verger sem dr. Lecter fór eitt sinn nokkuð illa með er á eftir honum og vill sjá hann þjást. Glöggur lögreglumaður á Ítalíu tekur eftir dr. Lecter og upp úr því hefst frábær eltingaleikur.

Þetta er vægast sagt frábær mynd í alla staði, ekki eins góð og Silence of the Lambs en er bara nokkuð nálægt því. Áður en ég sá þessa mynd hélt ég að þetta væri bara eitthvað ömurlegt framhald en svo var ekki. Ég ætla ekki að spilla neinu fyrir þeim sem ekki eru búnir að sjá hana, þeir sem eru búnir að sjá hana vita hvað ég er að tala um og fyrir þá sem eru ekki enn búnir að því, þá hvet ég alla til að sjá hana sem fyrst.

***1/2 / ****

Otti
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian