Rounders Ég sá þessa mynd fyrir nokkrum vikum og fannst mér hún vera það góð að ég ætla að skrifa grein um hana.
Þessi mynd var gerð árið 1998 og var leikstýrt af John Dahl(Joy Ride) og var tagline hennar:,,In The Game Of Life… Play The Cards You're Dealt''. Í henni léku Matt Damon(Good Will Hunting), Edward Norton(American History X), John Turturro(O Brother, Where art thou?), John Malkovich(Mulholland Falls), Famke Janssen(Don't Say a Word).

Þessi mynd fjallar um lögfrræðinemann Mike McDermott(Matt Damon)
sem tapar aleigunni til rússnesks mafíósa við að spila póker í undirheimunum. Eftir það ákveður hann að halda áfram námi sínu en þegar gamall félagi hans losnar úr fangelsi að nafni Lester Murphy(Edward Norton) byrja þeir aftur að spila póker á fullu og lenda þeir í ýmsum vandræðum vegna skulda Lesters. Þannig að Mike steypir sér ofan í spilin til að bjarga vini sínum Lester frá skuldum.

Mér fannst þessi mynd sýna manni nokkuð góða innsýn í sjálft pókerspilið og frábær túlkun hjá Matt Damon á persónunni Mike McDermott. Þessi mynd vann SFCA verðlaunin fyrir besta leikara sem er engin furða því að Edward Norton er fæddur til að leika undirmálsmenn í lífinu. Mér fannst þessi mynd vera nokkuð góð og því gef ég henni **+/**** út af því hún hefur ágætan söguþráð og er nokkuð vel leikin.

,,Mike McDermott: Listen, here's the thing. If you can't spot the sucker in the first half hour at the table, then you ARE the sucker.''

kv.
dicato