Amadeus Ég skrapp í Skífuna um helgina og tók eftir að í ódýr DVD horninu þeirra var eitt meistara stykki. Amadeus.

Myndin fékk 8 óskarsverðlaun árið 1984 og þar á meðal sem besta myndin.

Heldstu leikarar eru F. Murry Abraham, Tom Hulce, Elizabeth Berridge, Simon Callow, Roy Dotrice, Christine bersole, Jeffrey Jones og Charles Kay. Leikstjóri myndarinar er Milos Forman.

Myndin fjallar um Antonio Salieri og hvernig hann leit á líf Mozart. Lífi Mozarts og Salieri er fylgt alveg frá því að Mozart er ungt undrabarn og alveg þar til hann er við geðveiki. Sýnd eru brot úr frægustu óperum hans og hvernig líf Mozarts var. Öfund Salieri á Mozart er líka gefið skil með snilldarlegum leik F. Murry Abraham.

Myndin er snilldarlega vel leikinn og handritið er skemmtilegt og vel gert. Myndin er á allan hátt eitt af mestu snilldarverkum síðustu aldar.

Ég er ekkert Mozart fan og verð bara að segja fyrir mitt leiti að mér líkar eiginlega ekkert við tónlistina hans. Samt sem áður er ég mjög hrifin af myndinni um líf hans sem var mjög skemmtilegt. Myndin er mjög falleg og skemmtileg, algjört augnakonfekt (mig hefur alltaf langað til að segja þettað). Ég mæli með að allir sem hafa ekki séð myndina að kíkja á hana. Snilldarverk sem á skilið allt það hróss sem henni er gefið.

Ég vil líka benda aftur á það að þeim sem finnst myndin góð þá er hún mjög ódýr í Skífunni þessa dagana, endilega athugið það.

Myndin fær hiklaust **** af **** hjá mér.

Freddie