Three Kings Three Kings (1999)

Leikstjórn: David O. Russell
Handrit: John Ridley, David O. Russell

Aðalhlutverk: George Clooney, Mark Wahlberg, Ice Cube, Spike Jonze, Cliff Curtis og Nora Dunn



Þegar Three Kings kom út árið 1999 fékk hún topp dóma gagnrýnenda en henni gekk ekkert alltof vel í kvikmyndahúsum vestra, bara svona lala. Ástæðan fyrir því ku vera sú að þemi myndarinnar hafir farið eitthvað fyrir brjóstið á kananum en myndin kemur inn á þjóðfélagsstöðu almennings í Kúveit fyrstu dagana eftir að persaflóastríðinu lýkur. Bandaríkjamenn hafa skrifað undir friðarsáttmála við Saddam Hussein en á sama tíma hvetur George Bush kúveisku þjóðina til að rísa upp gegn Saddam og steypa honum af stóli. Þetta höfum við allt heyrt í fréttunum. Það sem við sjáum ekki á CNN er hvernig kúveiska þjóðin reinir að rísa upp vopnalaus og allslaus og þegar hún fær enga hjálp frá bandaríska hernum er hún fjöldamyrt af Íröskum hermönnum.
Í allri þessari ringulreið hefst “Three Kings”.

Myndin segir frá Archie Gates (George Clooney), sem er Major í hernum og á aðeins 2 vikur eftir áður en hann snýr heim frá Kúveit. Hann ákveður ásamt liðþjálfunum Troy Barlow (Mark Wahlberg), sem er nýbakaður faðir, Elgin (Ice Cube), sem vinnur við töksuburð á flugvelli í dagstarfi sínu og hinum óbreitta og kostulega Conrad Vig (Spike Jonze), sem gerir lítið annað en að vera sveitalúði, að leita að gullinu sem Saddam stal af Kúveitunum á meðan stríðinu stóð en þeir höfðu fundið kort sem sýndi þeim hvar gullið er geymt upp í rassinum á Íröskum uppgjafahermanni.
Þeir finna gullið en eftir það fer allt niður á við. Þeir lenda í skotbardaga við Íraska hermenn og Barlow er tekinn nauðugur.
Á meðan bjargar Kúveiska andspyrnan hinum og hefst bæði blóðug og launfyndin för þeirra til að bjarga Barlow og hjálpa andspyrnuhreifingunni í Kúveit að sleppa yfir landamæri Kúveit og Íran.

David O. Russell tekst að gera mjög pólitíska, blóðuga, háværa og oft meinfynda mynd um geðveiki stríðsreksturs í heiminum. Hann notar klippingu og lýsingu á mjög áhrifaverðan hátt í myndinni t.d. oflýsir hann filmuna til að ná fram meiri hitatilfinningu í sólinni. Það frægasta við myndina eru líklegast skotin þarsem Russell sýnir okkur hvað gerist þegar maður verður fyrir byssuskoti. Ekki sýnir hann aðeins blóðið og sárið heldur sýnir hann inn í líkaman þegar sýking myndast og gall flæðir yfir líffærin sem dregur okkur á endanum til dauða.
Leikararnir standa sig allir með sóma, sem kemur dálítið á óvart því að Clooney, Wahlberg og Ice Cube eru meira auglýsinganöfn frekar en alvöru leikarar en þeir sanna allir að þeir geta leikið í þessari mynd.
Senuþjófurinn er þó Spike Jonze sem þektastur er sem tónlistamyndbanda leiksjóri, hann hefur meðal annars gert myndbönd fyrir Fatboy Slim. Hann túlkar sveitadurginn Conrad Vig alveg fullkomlega með akkúrat réttu magni af háði.

Ég mæli eindregið með Three Kings fyrir alla unnendur kvikmynda, þó sérstaklega þeirra sem hafa gaman af stríðsádeilum á borð við Catch 22.

****/*****