F/X F/X

Leikstjóri: Robert Mandell
Handrit: Gregory Fleeman , Robert T. Megginson ,
Ár: 1986
Lengd: 104 mín
Aðalhlutverk: Bryan Brown, Brian Dennehy, Diane Venora, Mason Adams, Cliff De Young, Jerry Orbach, Joe Grifasi, Martha Gehman, Roscoe Orman, Trey Wilson
Framleiðendur: Jack Wiener, Dodi Fayed, Michael Peyser


sbs:


***+/****

F/X - special effects
- tæknibrellur

F/X fjallar um brellumeistarann Rolland ‘Rollie’ Tyler (Brian Brown) sem einn daginn fær sérkennilegt tilboð frá manni frá alríkislögreglunni. Alríkislögreglan sér um vitnavernd fyrir hinn fyrrverandi mafíósann Nicholas DeFranco (Jerry Orbach). Þeir hafa áræðanlegar heimildir að það sé búið að fá menn til þess að myrða hann og þeir halda að eina leiðin til að vernda hann fyrir þeim er ef þeir halda að hann sé þegar dauður. Þeir vilja að Rollie setji á svið morðið á DeFranco. Rollie samþykkir að taka starfið að sér en gerir sér ekki grein fyrri hvað hann er að flækjast í. Ég vil ekki segja meira frá söguþræðinum því þá er ég að skemma alla myndina fyrir lesandanum.

F/X er pottþétt spennumynd, hún hefur frumlegan og skemtilegan söguþráð. Myndin byggist ekki upp á tæknibrellum eins og nafnið gæti látið mann halda, heldur koma þær aðeins til þegar Rollie þarf á að halda. Það er mikið meira gert út á persónurnar heldur en í venjulegum spennumyndum og minna er af eltingaleikum og byssubardögum(þó að það sé fullt af þeim líka).

Það er mikið af góðum leikurum í myndinni, Brian Dennehy leikur hörðu lögguna Leo McCarthy, Brian Brown er frábær sem hinn snjalli Rollie. Jerry Orbach úr Law and Order leikur mafíósan DeFranco og Cliff De Young er fullkomin sem hinn lúmski alríkislögreglumaður Martin Lipton. Hún er leikstýrð af Robert Mandell og er án efa besta myndin hans.