Óbreyttur Hugari KROCK kynnir: Bestu myndir áratugarins Heil og sæl, kæru Hugarar.

Ég ákvað að skella inn mínu kvikmynda-yfirliti áratugarins, eftir að ég sá val stjórnenda.

Þessi áratugur innihélt svo margar eftirminnilegar myndir að mínu mati. Sökum fjölda mynda útskýri ég myndirnar er ég valdi mis ýtarlega.

Ég ætla að byrja á langbestu mynd áratugarins, að mínu mati.

Lost In Translation (2003)

Önnur mynd og meistaraverk Sofiu Coppola fjallar um Bob Harris (Bill Murray) og Charlotte (Scarlett Johansson), tvær týndar sálir er tengjast vinaböndum í undraborginni Tókýó. Flæðið í myndinni er frábært, myndatakan stílhrein og mjúk. Tónlistarvalið er það besta sem ég hef séð, og slær út valpakka Tarantino að mínu mati. Bill Murray er svo náttúrulegur og afslappaður í hlutverkinu sínu, enda má segja að hann sé dáldið að leika sjálfan sig. Scarlett er góð líka. Ást mín á Japan gæti átt þátt í aðdáun minni á þessari mynd en ég hef horft á hana að minnsta kosti 15 sinnum. Fyrst þegar ég sá hana þó fannst mér hún frekar slöpp, en við hvert áhorf batnaði hún og ég var alltaf að uppgötva eitthvað nýtt við hana, og er enn.

Hér kemur svo restin:

drama
Whale Rider- heillandi og falleg.

Eternal Sunshine of The Spotless Mind - draumkennd.

Matchstick Men - Frábær frammistaða hjá aðalleikurunum

Hard Candy - taugatrekkjandi mynd

Children of Men - Meistaraverk sem því miður hefur farið framhjá alltof mörgum

There will be Blood - Annað meistaraverk. Bara vá.
Oldboy - Önnue dáldið draumkennd.

Gran Torino - Kom á óvart. Ýktir karakterar en það gerir hana bara skemmtilega.

Lords of Dogtown - kom á óvart.

The New World - Frábær kvikmyndataka og tónlist. Góð frammistaða hjá aðalleikkonunni

Big River - Frekar óþekkt en frábær ,,indie" mynd

Riding alone - Ögn hefðbundnari en alveg jafn dramatísk mynd frá Yimou Zhang

Once - Falleg saga. Dáldið í stíl við lost in translation fannst mér.

Dare mo shiranai - Sorgleg og falleg.

Der Untergang - fullkomin frammistaða hjá leikurum

Íslenski Draumurinn - Þessi ásamt Á Köldum Klaka eru bestu
íslensku myndirnar er gerðar hafa verið

a serious man - Eina Cohen myndin sem ég fílaði eitthvað að viti

memento - önnur dáldið draumkennd. Eða kannski frekar martraðarkennd.

about a boy - góð bresk ræma

Bobby - samansafn af góðum leikurum. Crash og Magnolia fílingur yfir þessari.

Cast Away - áhugaverð og dáldið skerí

Catch me if you can - spennandi mynd. Góð tónlist.

The Machinist - mjög sk´rytin mynd og skerí. Martraðakennd.

empire falls - Góð Sjónvarpsmynd með Paul Newman heitnum

Eulogy - góð dramedy með fínum leikurum.

Factory girl - Dáldið væmin en þó skemmtileg innsýn inn í heim Warhol-verksmiðjunnar.

In good company - Falleg, róleg mynd

American Splendor - Frábær leikur Paul Giamatti og skemmtileg efni

Life aquatic with steve zissou - Skemmtileg, góðir leikarar og góð tónlist

The Royal Tenebaums - áhugaverð mynd um áhugaverða fjölskyldu

The Station Agent - kom mjög á óvart. Falleg og vel leikin.

Vanilla sky - Þessi hristi mig dáldið að innan er ég sá hana. Ekki kannski fyrir alla.

Two family house - Góð mynd um mannleg samskipti.

the motorcycle diaries - Eins og fallegt ljóð

Hulk (´03)- Já, mér finnst þessi góð. Betri en nýja. Óhefðbundin og hugrökk ofurhetjumynd. Mjög vanmetin.

Volver - Þessi hreif mig mjög. Fyrsta almodovar myndin er ég sá.

Sin City - Frábærar myndasögur. Frábær mynd.

Life and death of peter sellers - Geoffrey Rush er frábær.

Last King of Scotland - Forrest Whittaker átti óskarinn svo sannarlega skilið.

The Dreamers - alvöru unglingamynd

Southland Tales - pólitískt sýrutripp. Á góðan hátt

Finding Forrester - Falleg og sorgleg.

I´m not there - Cate Blanchett stelur senunni.

Letters From Iwo-Jima - Kom mér mjög á óvart. Frábær í alla staði.

Les Choristes - Frönsk, einlæg snilld

Melinda & Melinda - góð frá Woody Allen.

Stranger than Fiction - Góð leikaraframmistaða, sérstaklega hjá Ferrel sem teygir hér hlutverkaval sitt.

the assassination of Richard Nixon - Frábær en heldur óþekkt mynd. Sean Penn stendur sig mjög vel.

assassination of jesse james by the coward Robert ford - dáldið hæg mynd en þó frábær stemmning

the proposal - Skrýtinn og skemmtilegur vestri

Good Bye Lenin! - Yndisleg. Tónlist Yann Tiersen sérstaklega.

Interstate 60 - þessi var alltaf á bíórásinni. Skemmtileg.

Jarhead - Töff og hrá.

Börn - Mjög intense og vel leikinn. Foreldrar var ekki jafn góð.

spenna
inglourious basterds - Besta mynd ársins.

a history of violence - önnur sem kom skemmtilega á óvart. Gott plott og William Hurt stelur senunni.

Behind enemy lines - góð spennumynd.

Cloverfield - blair witch + gojira

Felon - lítil beint-á-DVD mynd þar sem Val Kilmer er frábær!

Crank - þunn en flott

Inside man - Geðveikt plott og spennandi

The last samurai - Frábær mynd! Mjög vanmetin.

Ocean´s Eleven - Coolið gjörsamlega lekur af þessari

John Q - spennandi drama

Spidey 2 - besta ofurhetjumynd er gerð hefur verið.

The Dark Knight - næst besta ofurhetjumynd er gerð hefur verið

ævintýri
HP and the prisoner of azkaban - besta Potter myndin.

Sunshine - Frábær og skerí en vanmetin Sci-Fi mynd með frábæra tónlist, kvikmyndatöku og skemmtilega blöndu af
leikurum

The Island - Önnur vanmetin sci-fi mynd. Falleg og með góða tónlist. Bay getur alveg gert ágætar myndir.

The Da Vinci Code - Las ekki bókina. Spennandi plott, fallegt umvherfi og yndisleg tónlist.

Kill Bill Vol. 1 & 2 - Tarantino klassík!

Slumdog Millionaire - skemmtilega hröð, hrá og intense. A.
R. Rahman með góða tónlist líka.

Le Fabuleux Destin d´Amélie Poulain - franskur gullmoli. Dáldið menntaskólastelpu-leg mynd en það er alltílagi.

LOTR: Fellowship of the ring - Eina LOTR myndin sem mér finnst mjög góð. Bæði Falleg og drungaleg. Hinar tvær eru mestmegnis bara drungalegar s.s. stríð og drulla og allt voða grátt.

around the world in 80 days - Góð ævintýramynd. Coogan og Chan eru skemmtileg blanda

shanghai noon - Wilson og Chan eru það líka.

War of the worlds - Drulluskerí

Hitchhikers guide to the galaxy - ekki jafn góð og bókin/bækurnar en þó nógu góð til að komast á listann minn.

300 - CGI konfekt

sky captain and the world of tomorrow - annað CGI konfekt með noir blæ

X - Men 1 - 2 - x-men 1 fékk mig til að fara að lesa myndasögur ásamt því að vera bara mjög góð ofurhetjumynd. X2 bætti svo bara fyrri myndina

Hellboy 1 - 2. Frábærar myndir. Einn af uppáhalds myndasögukarakterunum mínum

grín
Scary Movie 3 - ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta sé ein af ,,…movie“ myndunum en hún er ótrúlega fyndin.

Rat Race - farsakennd og fyndin

Jay and Silent Bob Strike Back - Skemmtileg

Anchorman: The Legend Of Ron Burgundy - kómedíugull.
Hátindur Will Ferrel. og kannski Steve Carrell.

Bedazzled - góð í minningunni.

Beerfest - kom á óvart

Blackball - bresk ,,íþrótta” kómedía

Down with love - Ewan er fyndinn og myndin er með flott lúkk

Diary of a mad black woman - Skondin

Shaun of the dead - Eina zombie myndin sem ég hef séð. Afskaplega fyndin

shaolin soccer - fyndin og frábærar brellur

Kung Pow - ég get horft á þessa aftur og aftur og aftur

Kiss kiss bang bang - Enn önnur mynd sem kom á óvart. Góðir leikarar, sérstaklega Kilmer.

Waiting - fín grínmynd.

Josie and the pussycats - framleidd af MTV, fyrirsjáanleg og væmin en samt mjög fyndin. Smá guilty pleasure hjá mér

Teiknimyndir
Finding Nemo/The Incredibles - Frábærar. Wall*E var góð líka, en ekki nógu góð.

Tekkon Kinkreet - Anime undraverk. Mangað sem myndin er byggð á er líka algjör snilld.

Kung Fu Panda - bjóst við rusli, fékk demant. Ótrúlega fyndin og gott CGI.

Tokyo godfathers - besta jólamynd ever. Fyndin og falleg.

spirited away/Howl´s moving castle - Spirited away er með hjartað en Howl´s moving castle er með útlitið.

eight crazy nights - Það eina góða sem Adam Sandler hefur sent frá sér, að mínu mati.

Heimildarmyndir
gargandi snilld - áfram ísland

Heima - Þetta er Sigurrós, kommon. Gæðamynd.

Bowling For Columbine - Moore er skemmtilegur.


Þá er listinn búinn! Það vantar margar ,,stórar" myndir eins og Avatar, District 9, Star Trek, City of God, Pans Labyrinth og das leben der anderen en þetta eru allt myndir er ég á eftir að sjá.

Danke