THIR13EN GHOSTS Ég fékk þessa mynd um daginn á VCD frá vini mínum. Hann sagði mér ekkert um hvað myndin fjallaði bara hvað hún heitir.

Ég leitaði myndina upp á netinu áður en ég sá hana og voru leikararnir ekki af veri endanum. T.d. Matthew Lillard(Scream), F.Murray Abraham(Amadeus), Shannon Elizabeth(American Pie) og Tony Shalhoud(úr sjónvarpsþáttunum: Stark Ravin Mad)

Myndin fjallar um mannsem heitir Arthur, sem hefur misst konuna sína í eldsvoða. Hann fær arð frá ríkum frænda sínum, hús sem er svolið skrítið en flott samt og segir lögfræðingurinn við hann að han þurfi aldrei að hafa áhyggjur af peningum framar. Þegar Arthur og fjólskyldan fara að skoða húsið þá er ekki allt sem sýnist. Því að þessi frændi var búin að vera að fanga drauga og geymir hann þá í húsinu. Húsið er með gler í stað veggja og á því er eitthvað skrifað á latínu svo að draugarnir komist ekki í gegnum þá. En það gerist einhvað þannig að allir draugarnir sleppa og veggirnir í húsinu hreyfast á milla þannig að á einni mínutunni er gangurinn opin en á hinni lokaður.

Ég ætla ekki að segja meira frá myndinni því þá gæti ég skemmt söguþráðinn. Mér fannst þessi mynd alveg sérdeilis prýðileg skemmtun. Henni tóks að bregða mér nokkrum sinnum og ég mæli með að allir þeir sem hafa gaman af hrillingsmyndum tékki á þessari. Hugmyndin af myndinni er mjög góð og ekki skemmtir að hún er ekki illa gerð. Þó að leikurinn í myndinni sé ekkert sérstakur en samt engan veginn slæmur.

Ef ég ætti að gefa henni stjörnur fengi hún **1/2af****

Freddie