Stjórnendur kynna: Bestu myndir ársins - CookieMonster 10.tingray Sam.

Þessi skemmtilega mynd kom mér virkilega á óvart. Ég ætlaði bara að fara á eina mynd á RIFF hátíðinni í ár vegna peningaskorts, og mér var ráðlagt að fara að sjá þessa mynd. “Money well spent” segi ég núna bara! Þessi mynd er mesta “surprise” ársins, hún er alveg ótrúlega skemmtileg, fyndin og mjög frumleg. Þessi mynd eftir Cory McAbee má nefninlega flokka sem Western/ Sci-Fi/ Musical. (Hversu epic er það?). Ég mæli með því að þið reynið að sjá þessa mynd.

9. The Hangover.

Þessi mynd kom mér líka mikið á óvart. Fór á hana með litlar sem engar væntingar, Hélt að þetta væri bara ein önnur “hormóna-húmors myndin”. En þar skjátlaðist mér heldur betur. Hún var bara hörku skemmtileg og brandararnir flestir ferskir og góðir.

8.Anvil.

Þessi mynd fannst mér alveg hreint frábær! Þetta er heimildar mynd um hljómsveitina Anvil sem er búin að reyna að koma undir sig fótum í um 30 ár og búin að gefa út 13 plötur (ef ég man rétt) en án árangurs. Þessi mynd er mjög fyndin og jafnvel frekar hjartnæm á köflum, en samt ekki á neinn slæman væminn hátt. Mér fannst Anvil vera mjög “inspirational” þar sem ég er sjálfur í hljómsveit. Hún minnir mann á að rokk er ekki neitt annað heldur en aSð hafa gaman og fyrst og fremst bara að ROKKA!!

7.Zombieland.

Þessi mynd er einfaldlega skemmtileg og awesome. Hugsaðu málið, Woody Harelson er B'dass ( “B'dass”er miklu meira heldur en “Badass”) karakter að hakka niður Zombie-a. Og Bill Murray er með gestahlutverk. Hvað getur klikkað?

6.District – 9.

Þessi frábæra mynd frá leikstjóranum Neill Blomkamp og framleydd af Peter Jackson er ein besta og frumlegasta Sci-Fi mynd sem að ég hef séð í langan tíma. Skemmtilegt að sjá “innrás” geimvera frá einhverju öðru sjónarhorni heldur en myndir eins og War Of The Worlds og fleirum.


5.Drag Me To Hell.

Ég held ég hafi verið spenntastur yfir þessari mynd af öllum sem komu út þessu ári. Sam Raimi snýr aftur í hryllinginn í fyrsta skipti frá því hann gerði Evil Dead myndirnar. Ég hélt varla vatni Yfir tilhugsuninni einni! Loksins rann upp sá dagur að maður fengi að sjá þessa mynd, og ég get sagt það að hún stóðst heldur betur allar mínar væntingar. Hún var óhugnaleg og fyndin á sama tíma, þetta er eitthvað sem fáir aðrir en Sam Raimi kunna að gera vel. Það er nefninlega þunn lína á milli þess að eitthvað sé ógnvekjandi eða bara kjánalegt og fyndið, og Sam raimi dansar alveg á þessari línu eins og hann hafi verið fæddur til þess. Sem hann var örugglega. Eina sem mér fannst leiðinlegt við þessa mynd var að fá ekki að sjá Bruce Capmpbell í henni. Ég var allavega að búast við honum í einhverju aukahlutverki í minnsta lagi, þar sem að hann og Sam Raimi hafa verið bestu vinir síðan þeir voru krakkar og hann hefur gefið honum lítil hlutverk í öllum Spiderman myndunum.



4.Watchmen.

Þessi mynd, sem var leikstýrt af Zack Snyder og byggð á samnefndri bók/myndasögu eftir Alan Moore, var svo sjónrænt fullkomin, og plottið var geðveikt og frumlegt. Myndin er algerlega ein af bestu ofurhetju myndum allra tíma. Ef ekki bara sú besta? Opnunaratriðið í Watchmen er núna orðið að eitt af mínum uppáhalds opnunaratriðum í bíómyndum. Og ég tala nú ekki einusinni um opnunar creditlistann sem var alveg álíka flottur með laginu “Times They Are A-Changing” með Bob Dylan. Reyndar var öll tónlistarnotkun í þessari mynd alveg frábær. Eins og t.d. hvernig þeir notuðu “Sound Of Silence” í jarðarfararatriði án þess að hafa það eitthvað meiriháttar væmið. Það eina sem ég get sett út á þessa mynd er lokalagið í enda credit listanum. Það var lagið “Desolation Row” með Bob Dylan coverað af hljómsveitinni my chemical romance. Annars hefur þessi mynd allt. Lúkkið, leikinn, tónlistina, húmorinn, dramað, Hyper-realismann og auk þess er hún frekar blóðug.



3.Inglourious Basterds.

Hvað get ég sagt, Þetta er mynd eftir Tarantino. Hann kann að gera bíómyndir. Frábærlega vel skrifuð saga, Tarantino legur dialog, góður leikur, sérstaklega hjá Christoph Waltz sem leikur Hans Landa, sem er núna einn af mínum uppáhalds illmennum. Frábær notkun á tónlist eins og vanalega hjá Tarantino, frábær leikstjórn og skemmtilegir karakterar.

2.Avatar.

Hvar skal byrja á að tala um þessa. Þetta er án efa ein flottasta mynd sem ég hef séð. Ef ekki bara sú flottasta, Enda ekki við öðru að búast þar sem James Cameron var í um 10 ár að gera hana. Það er greinilegt að það var allt lagt í þessa mynd. Þetta er alveg ógeðslega flottur heimur sem hann hefur skapað fyrir þessa mynd, það var alltaf eitthvað spennandi og nýtt að gerast á skjánum í þessum ævintíraheimi James Camerons. Og þrívíddin gerði þetta ennþá betra. Manni leið bara eins og maður væri þarna með þem á Pandoru. Söguþráðurinn var fínn og einfaldur. Frábær mynd. Mæli með að allir sem hafa ekki ennþá séð hana fari á hana á meðan að húna er í bíó. Þessi mynd er alger upplifun.

1.A Serious Man.

Það var frekar erfitt að raða öllum þessum frábæru myndum á listann. Mér fannst ég verða að setja A Serious Man hérna á toppinn þar sem ég er mikill Coen bræðra aðdáandi. Mér finnst þessi mynd vera besta myndin þeirra síðan Barton Fink, sem er uppáhalds myndin mín eftir þá. A Serious Man er stútfull af góðum svörtum húmor. Handritið er meistaralega skrifað og sagan góð ásamt góðum leik og flottri tónlist. Besta mynd ársin að mínu mati.
Trapped in time.