Stjórnendur kynna: Bestu myndir áratugarins - Pikknikk Já, við ætlum líka að gera þetta fyrir áratuginn.




10. Revenge of the Sith- Ég verð að segja að ég var tussusáttur með lokamynd Star Wars bálksins, og í staðinn fyrir að nota sama Empire Strikes Back brandarann tvisvar, þá henti ég henni hérna inn, því þó að hún sé kannski ekki jafn góð og gömlu myndirnar, þá er þetta klassísk Star Wars mynd, sem tengist vel gömlu myndunum. Svo er besti myndi ég henda D9 í þetta sæti. geislasverðabardagi ever í henni. En ef ég væri ekki svona mikill SW fanboy.

9. Inglourious Basterds - Ég gerði þessari mynd góð skil í hinni greininni, og það þarf ekki að ræða hana frekar.

8. Gran Torino - Clint Eastwood, harðasti maður í heimi sneri aftur á hvíta tjaldið í það sem hann segir vera síðasta hlutverk sitt. Fyrrverandi hermaðurinn Walt er orðinn gamall maður, en er samt harðari en tveir Chuck Norris. Svo koma einhverjir kínverjar sem ráðast á nágranann hans og hann bjargar henna. Upp úr þessu hefst óvenjulegur vinskapur. Þó þetta sé Clint þá var þetta mjög óvænt mynd, og var hún t.d. ekki tilnefnd til óskarsins, en þetta ár gerði Eastwood einnig Changeling sem akademían tilnefndi frekar.

7. The Prestige - Christopher Nolan var að sumu leyti leikstjóri áratugarins. Memento, Insomnia, Batman. En engin þessarra mynda era að mínu mati jafn góð og þessi gullmoli. Batman og Wolverine eru töframenn sem eiga í samkeppni, og inní þetta fléttast morðgáta, óframkvæmanlegt töfrabragð og blekkingar. Skylduáhorf.

6. WALL-E - Hiklaust besta teiknimynd áratugarins, en einnig besta Scifi mynd áratugarins. Ótrúlega djúp og falleg mynd með góðum boðskap. Pixar stimplaði sig algjörlega sem mest consistent kvikmyndafyrirtæki í heimi.

5. Mystic River - Önnur kvikmynd Clint Eastwoods á listanum. Hefði án efa sópað til sín verðlaunum ef Return of the King hefði ekki komið út sama ár. Penn og Robbins fengu þó báðir Óskarinn. Besta morðgáta í áraraðir, og innihélt nokkar af eftirminnilegustu persónum áratugarins. Ótrúlega tilfinningaþrungin mynd.

4. LOTR myndirnar - Srsly, þarf eitthvað að rökstyðja þetta?

3. There Will Be Blood - Daniel Day-Lewis sýnir besta leik áratugarins í þessari svakalegu period mynd. Fylgst er með hvernig persona hans sekkur dýpra og dýpra ofan í eigin geðveiki með svo mikilli fullkomnun að það er scary. Og þegar maður íhugar það að DDL fer aldrei úr karakter þegar hann tekur upp myndir þá kemst maður ekki hjá því að ímynda sér hvernig það hafi verið að vinna með honum

2. Requiem for a Dream - Raunverulegasta dópistamynd í heimi. Jared Leto, Damon Wayans og Jennifer Connelly leika dópista sem sökkva sífellt lengra ofaní neyslu sína, á meðan móðir Letos verður snarbiluð og háð megrunarlyfum. Aronofski sýnir að hann er einn færasti leikstjóri sinnar kynslóðar með þessari brjáluðu mynd.

1. Snatch - Ef þið hafið skoðað þennan vef, þá eru líkur á að þið hafið séð mig tala um að Brad Pitt sé besti leikari í heimi. Þetta er myndin sem startaði því öllu. Besta mynd áratugarins. Ótrúlega fyndin, ótrúlega spennandi, ótrúlega flott og ótrúlega vel leikin. Brad Pitt sýnir skemmtilegasta leik í heimi og sannar það afhverju hann á skilið að sofa hjá Angelinu. Guy Ritchie sýnir afhverju hann á betra skilið en Madonnu.