Árið 2009 gert upp í kvikmyndum

Eftir Stefán Atla



Besta myndin:Inglorious Basterds

Fyndnasta myndin:The Hangover

Mynd sem kom mest á óvart:Zombieland

Flottasti heimur skapaður innan kvikmyndar: Avatar

Flottustu effectar í kvikmynd: 2012

Versta myndin:
Ég forðaðist að sjá allar myndir sem voru með lágt á imdb og fengu slæma gagngrýni… þannig að ég get ekki sagt til um hver sé versta myndin að mínu mati.. en ég hef heyrt að Twillight 2, Old Dogs og The Spirit hafi verið mjög lélegar..


Inglorious Basterds
Þótt að myndin sé frekar löng og meiri en helmingurinn af því sem talað er sé á öðru tungumáli en ensku þá var myndin mjög góð. Uppbyggingin var skemmtileg, leikaravalið var mjög gott og söguþráðurinn var frábær.

The Hangover
Hver hefði búist við því að mynd sem fjallar um menn sem týna vini sínum í Las Vegas hefði orðið svona vinsæl.. Það hafa (nánast) allir séð þessa mynd og þeir eru (nánast) allir á sömu skoðun um þessa mynd.. Handritið er alveg einstakt, flottar persónur, gott flæði og bara snilldar mynd

Zombieland
Ég fór á þessa mynd í bíó og ég vissi ekki neitt um hana en ég bjóst við að þetta myndi bara vera svona cheap zombie mynd með slæmum söguþræði og nokkrum fimmaurabröndurum!
Boy I was wrong..
The opening scene var alveg frábært með þessu survival reglum (og hún var með voice over) sem gaf þessu góðan fýling. Handritið var snilld, leikararnir fóru á kostum og texta effectarnir í byrjun voru sneld!

Avatar
Stórir bláir kallar sem búa á annari plánetu og stinga sér í samband við hestana sína með hárinu sínu til að geta stjórnað þeim betur. Þetta var alveg flott mynd. Handritið var alltílagi, effectarnir voru nettir og leikararnir góðir, ég fór því miður ekki á hana í 3D en samt sem áður Drullu nett mynd!

2012
“Stórslysamynd til að enda allar stórslysamyndir” stendur framan á myndum mánaðarins nóvember útgáfu. - Allavega í bili segi ég..
Þetta var alveg stórslysamynd í lagi, þó að hún hafi nú verið svolítið ‘bandarísk’ á köflum.
Það má segja að handritið hafi verið bara svona aukaatriði í myndinni og mest áhersla lögð á að gera effectana.. það var samtsem áður gaman að horfa á þessa mynd (sérstaklega ef maður fór á Power sýningu) og fann fyrir titring þegar stærstu jarðskjálfta senurnar voru..


Í lokin vil ég taka það fram að að ég hef ekki séð nokkrar myndir sem komu út á árinu eins og Watchmen eða Public Enemies þannig að ég get þess vegna ekki dæmt um hvort að þær séu með bestu effectana eða bestu myndirnar..