ég ákvað í gær að taka mér mynd á leigu og varð myndin “boys don´t cry” fyrir valinu í þetta skipti.Þessi mynd er sannsöguleg en samt er eitthvað búið að ýkja hana af hollywood framleiðendum.Hún fjallar í stuttu máli um stelpu sem að vill vera strákur og hefur allt liðið fyrir það.Hún lifir í blekkingu allan tímann og segir við alla að hún sé strákur og er að slá sér upp með stelpum.Hún lendir í bæ á einhverju fyllerí og ákveður bara að fá að gista þar alltaf hjá vinkonu sinni því að hún kynnist annarri stelpu sem að hún verður mjög hrifin af.Ég ætla ekki að segja meira frá myndinni þvi að þá er ég að eyðileggja allt en ég mæli eindregið með henni því að hún er snilld.Einnig er hægt að leigja heimildarmynd um þetta mál.