Leikstjóri: Ridley Scott(Alien,Gladiator, Hannibal)

Aðahlutverk: Josh Hartnet(Pearl Harbor), Eric Bana, Ewan McGregor(Trainspotting,Star Wars,Moulin Rouge), Tom Sizemore(Heat,Saving Private Ryan,Pearl Harbor),Sam Shepard(Steel Magnolias, The Pelican Brief, Swordfish) og margir fleirri góðir leikarar.

Lengd: 144 mín.

Svona án þess að spilla einhverju þá fjallar myndin um það þegar borgarastyrjöld er í hámarki í Sómalíu og Bandaríkjastjórn sendir 123 menn úr hersveitum Ranger og Delta til að ná tveimur valdamiklum mönnum sem vinna fyrir Adid, valdamesta mann í Sómalíu. Hermennirnir fara á þyrlum og á bílum í gegnum borgina á stað þar sem þessir tveir aðilar eru að funda. Vegna lélegra upplýsinga þá vita hermennirnir ekki af feikna stórum her Sómala sem eru búnir að koma sér fyrir þegar þeir koma inn í borgina. Verkefnið átti að taka ca. hálftíma en þegar Sómalar byrja að skjóta á þá verður til röð óhappa og þeir komast ekki úr borginni eins fljótt og þeir ætluðu.

Að mínu mati er þetta hreint meistaraverk, þeir sem eru fyrir “action” myndir ætti eindregið að fara á þessa mynd. Ég man ekki eftir neinum dauðum kafla allar þessar 144 mín og var þetta frábær skemmtun og bara nokkuð góður húmor þrátt fyrir alvarlega mynd. Þessi mynd er algjörlega laus við alla þjóðrembu og var bara nokkuð gaman að sjá Bandaríkjamenn detta um hvorn annan á hlaupum og svoleiðis. Þó svo að Ridley Scott sé þvílíkur snillingur mátti sjá nokkur mistök sem ég ætla ekkert að fara að fjalla um hér því aðég þykist nokkuð viss um að Ridley hefði tekið út þessi mistök hefði hann mátt það. Ef það eru einhverjar athugasemdir sem þið viljið gera þá endilega látið mig vita.

****/****

Kveðja Otti
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian