Die Hard 1. hluti (1 og 2) Gagnrýni Jæja..þá er ég kominn aftur, og ég býð uppá Die Hard 1-4 í tveim hlutum…vonandi líkar ykkur við þetta.

Die Hard

Leikstjórn: John McTiernan
Handrit: Steven E. de Souza, Jeb Stuart (Eftir bók Roderick THorp)
Aðalhlutverk: Bruce Willis, Alan Rickman, Bonnie Bedelia, Reginald VelJohnson
Lengd: 131 mín (2 klst, 11 mín)

Þráður
John McClane (Bruce Willis) er lögreglumaður í New York. Kona hans, Holly Gennaro (Bonnie Bedelia) Hefur flusttil Los Angeles vegna stöðuhækkunar hjá fyrirtækinu sem hún vinnur hjá, Nakatomi. John verður eftir í New York, og Holly fer ásamt tveim börnum þeirra.
Næstu jól ætlar John að heimsækja konu sína og börn. Hann kemur á aðfangadag í Nakatomi bygginguna, þar sem jólaveisla er í gangi. Hann hittir Holly og eru það ánægjulegir endurfundir. Hins vegar skakkast smá í leikinn þegar nokkrir hryðjuverkamenn, leiddir af glæpamanninum Hans Grüber (Alan Rickman), ráðast í boðið og taka alla veislugesti gíslingu, nema John sem sleppur glæpamönnunum óafvitandi upp á efri hæðir byggingarinnar. Hann reynir nokkrum sinnum árangurslaust að reyna að fá löggurnar á staðinn, þó að hann nái athygli lögreglumannsins Al Powell sem hjálpar John í gegnum talstöð. Svo verða hlutirnir erfiðari fyrir John þegar Hans og félagar finna út nafn hans, fréttamaðurinn Richard Thornburg vill ólmur fá fréttina sem mun vonandi í hans augum koma honum á alvöru fréttaborð. Myndin er ótrúlega spennandi og fáránlega fyndin rússíbanareið sem maður vildi að myndi sem seinast enda. Frábærir leikarar, geðveikar senur og allt sem hægt væri að biðja um í almennilega hasarmynd!

Gagnrýni
Die Hard er uppfull af spennu og gamani, og hver sá sem hefur ekki séð hana (sem ég efa að nokkur manneskja yfir 15 ára aldri hefur gert) ætti að drulla sér á næstu download síðu og sækja þessa!
Leikstjórn John McTiernan er ekki alveg á heimsmælikvarða, en samt, mjög góð leikstjórn fyrir hasarmynd. Hann nær sem flestum atriðum alveg pottþétt, þó að nokkur samtöl voru að mínu mati ekki nógu vel unnin, hvað varðar angle og talmáta. Bruce Willis er alveg frábær sem John McClane, það hefði enginn náð þessum karakter jafnvel og hann gerði á þeim tíma, hann skapaði svona “Über Cop” sem sýndi samt að það er ekki alltaf dans á rósum að vera lögga, hvað varðar peningavandamál, persónuleg vandamál og annað. En samt, ekkert hægt að setja út á þann leik. Alan Rickman sýndi, eins og hann hefur vanalega gert á hvíta tjaldinu, stjörnuleik, og framkallaði einn besta villain sem komið hefur á sjónarsviðið. Bonnie Bedelia sýnir flottann, en samt dálítið áhrifslausann leik sem kona John, Holly Gennaro McClane. Hlutverk konu hans er IMO tæknilega séð konuútgáfa af John McClane, hörð í horn að taka, uppáþrengjandi gagnvart vondu köllunum, og með mjög takmarkað skap. Hún náði því ekki nógu vel sem svona Alpha Female. En ekki taka mikið mark á mér, ég er bara voða picky þegar kemur að kvikmyndum. Svo kemur að uppáhalds kvikmyndlöggunni minni, fyrr og síðar (fyrir utan Columbo, en það er unrelated, hann var í sjónvarpi…) Hann Al Powell nokkur(Reginald VelJohnson). Fyrir utan eitt karlmannlegasta nafn sem upp á sjónarsviðið hefur komið, er hann mjög sterkur og mikilvægur karakter í myndinni. Dælandi út “góðum bröndurum” tekur hann “the smaller cop” hlutverkið með glæsibrag. Það er lítið hægt að setja út á leik Reginald nema nokkur atriði sem voru dáldið, meh kannski illa æfð rsom, t.d. þegar hann talar við John í talstöðinni. Annarsvegar, flottur leikur hjá flestum leikurum.
Ég gef Die Hard lokaeinkunn 8 af tíu.

Uppáhalds atriði
Spoiler? Nei probably not, en samt, fólk sem hefur ekki séð Die Hard, skrollið upp farið á uppáhalds download síðurnar ykkar og niðurhalið þessu meistaraverki.
Þegar Al Powell er að keyra í burtu, eftir að hafa fundið út að allt sé í lagi á Nakatomi Plaza hendir John líki af einum hryðjuverkamönnunum á bílinn hans. Viðbrögðin hjá Al=Priceless..Die Hard 2: Die Harder

Leikstjórn: Renny Harlin
Handrit: Steven E. de Souza, Doug Richardson
Aðalhlutverk: Bruce Willis, Bonnie Bedelia, William Sadler, Dennis Franz
Lengd: 124 mín (2 klst, 4 mín)

Þráður
Spoiler? Perhaps, fólk sem hefur ekki séð: GTFO!
Þessi Die Hard mynd gerist ein og söm á flugvelli á aðfangadagskveldi, Dulles International Airport í Washington D.C. John McClane (Bruce Willis) er á staðnum til að sækja konu sína Holly McClane (Bonnie Bedelia) sem er að lenda frá Los Angeles. John lendir strax í vandræðum þegar hann sér tvo menn fara inn í farangursrýmið. Hann eltir þá, og skotbardagi hefst, þar sem hann nær að drepa einn þeirra en hinn sleppur. John eignast einnig óvini innan flugvallarins þar sem Flugvallarlögreglustjórinn Carmine Lorenzo (Dennis Franz) er ekki mikill aðdáandi af “stjörnustælum” McClane. Hlutirnir skakkast meira þegar fyrrum hermaður Colonel Stuart yfirtekur flugvöllin með sínum eigin útbúnaði, til að geta bjargað Eiturlyfjabaróninum Ramon Esperanza (Franco Nero) sem er á leiðinni til Washington í fangelsi. Getur John stoppað Colonel Stuart, með þrýstingi frá glæpamönnunum og bjargað konu sinni? Hreint útsagt geðveik spennumynd sem ég vona að flestir hafi séð.

Gagnrýni
Spoiler smá
Die Hard 2 er uppfull af góðri spennu og góðum húmor. Samt, allar myndir hafa sína kosti og galla, og ég mun segja frá því seinna. Leikstjórn myndarinnar er kannski ofan við meðallag. Renny hefur kannski ekki einbeitt sér nógu vel þegar kemur að atriðum sem eiga að vera spennuuppbyggjandi. T.d. eins og þegar SWAT liðið er að fara með tölvusnillinginn Lesie Barnes að samtengingarbyggingunni og þar eru vondir kallar sem drepa þá. Leikstjórinn hefur ábyggilega séð þetta svona fyrir sér: “Drífum þetta af svo ég geti farið heim að sofa.” Ekki nógu gott að mínu mati, en overall ágæt leikstjórn. Bruce Willis er klassískur eins og ávallt en ekki eins harður og í fyrri myndinni. Kannski á hlutverkið að vera meira sensitive í þessari mynd, en ef ekki þá hefði hann alveg getað bætt talmáta og túlkun á snillingnum John McClane. Bonnie Bedelia birtist ekki voðalega mikið í myndinni en þó nokkuð. Og ég verð að viðurkenna að hún er mikið slakari í þessu hlutverki heldur en þeirri fyrstu. Alls ekki gott með samtöl og talmáta. William Sadler er slatti góður í sínu hlutverki sem villain-in Colonel Stuart. Hann nær ráðríkum herforingja slatti vel en samt, ég var ekki alveg að kaupa það að hann ætti að vera alvörunni Villain. William var greinilega að einbeita sér meira að því að vera hermaður en villain. Dennis Franz er skemmtilega leiðinlegur sem uppáþrengjandi pirruð flugvallalögga. Hann er í svona hlutverki sem maður elskar að hata. Kiss-ass lögga með egó stærra en flugvöllurinn sem hann vinnur á. Hann nær þessu hlutverki nokkuð vel bara má segja.
Ég gef Die Hard 2 lokaeinkunn í kringum 7.

Uppáhalds Atriði
Spoiler much? GTFO
Viðbrögðin hjá John þegar hann sprengir flugvélina sem Esperanza, Col. Stuart og hans menn ætla að flýja í. Alveg priceless hvað hann er ánægður með sjálfann sig.