Shadow of the Vampire Shadow of the Vampire

Leikstjóri: E. Elias Merhige
Handrit: Steven Katz, ,
Ár: 2000
Lengd: 93 mín
Aðalhlutverk: Willem Dafoe, John Malkovich, Cary Elwes, Aden Gillett, Eddie Izzard, Udo Kier, Catherine McCormack, Ronan Vibert, Myriam Muller, Nicholas Elliott
Framleiðendur: Alan Howden, Nicolas Cage, Jeff Levine


sbs:
****/****

“Nosferatu”, gerð af F.W. Murnau í Þýskalandi árið 1922, er talin af mörgum vera besta hryllingsmynd sem gerð hefur verið. Ein af aðalástæðunum fyrir því er hin dulmagnaða framistaða leikarans Max Schreck sem lék Count Orlock. Max var víst mjög sérstakur leikari sem lifði sig mikið inní hlutverkin sem hann lék. Hann hafði mikið af sérþörfum þegar hann lék í Nosferatu, t.d. vildi hann aldrei láta neinn sjá sig nema í sem Orlock og hann vildi bara leika á nóttinni. Auðvitað vita fáir í raun og veru hvernig hann lét en þetta er hluti af því sem hefur verið sagt.

Ástæðan fyrir hegðun hans er gefin í Shadow of the Vampire. Hann var ekki bara leikari sem lifði sig svona inn í hlutverk vampíru, hann var vampíra. F.W. Murnau hafði gert samning við vampíru sem hann fann í gömlum kastala, vampíran átti að leika titilhlutverkið í nýu myndinni hans og í staðinn fékk hann aðalleikkonuna þegar myndin var fullkláruð. Willem Dafoe leikur Max Schreck, það er eiginlega ekki hægt að lýsa framistöðu Dafoes, hann er svo góður í myndinni að það er erfitt að sjá munin á honum og hinum sanna. Hann, einsog Schreck, sást aldrei nema í hlutverkinu sínu. Útlit vampírunnar er án efa það minnilegasta sem hefur komið á hvíta tjaldið. Hvít húðin, leðurblöku eyrun, augun og langar og miklar neglur sem gætu gert Freddy Krueger öfundsjúkan.

John Malkovich leikur F.W. Murnau ekki síður en Dafoe sem Schreck. Hann leikur Murnau sem listamann sem var algerlega sama um mannlegar verur og sem svífst einskis til að fá sýn sína á tjaldið. Hann gengur um með svört/hvít gleraugu og kvartar yfir hve allir aðrir eru erfiðir við hann og hvað hann þarf að gera mikið fyrir list sína. Maður er látinn hugsa, hver er hið raunverulega skrímsli myndarinnar? Vampíran eða listamaðurinn sem semur við vampíruna og vill fórna lífið leikara sinna til þess að fá hina fullkomnu mynd.

Það er mikill húmor í myndinni, Schreck hefur verið að narta í einn kvikmyndatökumanninnn síðan byrjað var að taka upp myndina og þegar tökumaðurinn dettur loks niður þá kemur Murnau alveg brjálaður til Schrecks og segir við hann “Why him, you monster? Why not the… script girl?” og Schreck svarart “Oh. The script girl. I'll eat her later.”. En það er líka gert mikið útá vampíruna sjálfa. Eitt minnistæðasta atriðið er þannig að tveir kvikmyndagerðamennirnir sem eru að vinna að myndinni eru að skipta með sér vískí flösku. Schreck kemur fram og þeir spurja hann hvort hann hafi lesið Dracula eftir Bram Stoker og hann segir að hann hafi gert það en hún hafi gert hann leiðan því að Dracula hafði verið einn í 400 ár og þegar hann fékk loksins þjón þá hafði hann þurft að fæða þjóninn þó að hann sjálfur hafði ekki borðað í áraraðir. Það kemur svo leðurblaka fljúgandi og hann grípur hana og borðar, fær sér síðan sopa af vískíinu af stút og réttir síðan kvikmyndagerðarmönnunum aftur flöskuna.

En myndin er algert meistaraverk, kvikmyndatakan er ótrúlega flott, sérstaklega þegar Schreck er einn á skjánum og svörtu föt hans blandast við svartan bakgrunninn og það sést aðeins andltið og hendurnar. Það er í raun ótrúlegt að myndin hafi ekki unnið nein óskarsverðlaun en það sýnir eiginlegabest að það er ekki alltaf sú besta sem fær flest verðlaun.

Það má líka nefna að þó að það sé lítið vitað í raun og veru um Max þá hafi hann ekki verið vampíra en ég gæti trúað því að myndin byggi svoldið á því að Schreck hafi bara verið nafnið á lítt þekktum leikara til að skýra tilvitst Count Orlock.

<a href="http://www.sbs.is/critic/">Meira</a