American Psycho (Gagnrýni) American Psycho
Leikstjóri:
Mary Hannon
Framleiðandi: Joseph Drake, Edward R. Pressman
Höfundur: Bret Easton Ellis, Mary Hannon, Guinevere Turner
Helstu Hlutverk: Christian Bale, Reese Witherspoon, Jared Leto, Willem Dafoe
Söguþráður:
Patrick Bateman (Bale) lítur út fyrir að vera venjulegur Wall Street miðlari, með fallega unnustu, helling af peningum og vini sem eru umdeilanlegir.
Bateman er upptekinn af útliti sínu og notar alls 8 gerðir af kremum fyrir andlitið á sér á morgnanna. Hann kemur út sem egóískur, og öfundsjúkur að innan, t.d að vilja drepa Paul Allen fyrir að vera með flottara nafnspjald en hann sjálfur, og reiðast þegar hann sér að íbúð hans er greinilega dýrari en hans. Bateman drepur fólk að nóttu til, í fyrstu bara heimilislaust fólk, síðar ókunnuga og endar í að drepa til að losa sig við fólk. Hann leigir sér tvær hórur sem hann fer með heim til sín og tekur upp samfarir við þær, seinna í myndini leigir hann aftur eina af sömu hórunum og hringir í fyrrverandi kærustu sína og drepur þær. Bateman er mikill tónlistarunnandi, og fílar sérstaklega Huey Lewis and The News, Genesis og Whitney Houston. Þrisvar í myndinni kemur hann með heimspekislegar gagnrýnir á þessum þrem hljómsveitum áður en hann drepur fórnarlömb sín. Þegar hnýsinn rannsóknarlögreglumaður að nafni Donald Kimball (Dafoe) fer að rannsaka hvarf Paul Allen's fer Bateman að vera órólegur og ruglaður, þegar myndinn dregur nær enda sínum er Bateman orðinn vænisjúkur og hræddur við að einhver komist að þessu, og hringir loks í lögfræðing sinn og játar þetta alltsaman og segir í fyrsta sinn að hann hafi borðað heilann úr fólki og reynt að elda smá. Þetta gerir hann eftir að hann hefur drepið lögreglumenn, og reynt að gefa hraðbanka kött að borða.

Auðvitað ætla ég ekki að koma með enda spoiler.

Þetta er ein af bestu myndum sem ég hef séð, Christian Bale kom mér mjög mikið á óvart, hann nær þessum klikkhaus sem Bateman er meðal annars með að tala mjög snobbað og fágað þegar ekki á við, og dansa við tónlist rétt áður en hann heggur fólk í spað. Ólíkt mörgum öðrum myndum sem ég hef séð þá er bara eitt aðalhlutverk, og allt hitt er mjög mikið auka. Myndin tekur óvæntanlegt twist í endanum og springur framan í mann eins og kínverji í bananatertu. Ég held að enginn annar en Bale hefði getað pullað þetta off, og þótt að Edward Norton sé uppáhaldsleikarinn minn og ég segi að hann sé bestur í svona whack-job hlutverk þá hefur Bale hækkað helling í áliti hjá mér eftir þessa mynd.

Ég ætla að gefa myndinni 8 af 10, einu gallarnir eru þeir að þú kynnist Bateman ekki nóg til að fatta karakterinn alveg, tæknibrellurnar eins og þegar bílar springa eru gervilegar og minnir meira á þegar galdramenn láta hluti hverfa, blóðið er eins og vatn og tómatsósa, og svo eru nokkrir leikarar sem standa sig ekki, eins og t.d Dafoe(ólíkt honum ég veit), Sevigny sem ritari Batemans(hefur aldrei fundist hún góð) og Jared Leto.

Golden Moment: Þegar Paul Allen og Patrick Bateman eru búnir að borða og fara heim til Bateman's: Allen situr fullur á stól og Bateman smellir á Huey Lewis and The News, byrjar að fræða Allen um þá, dansar, smellir sér í regnkápu, tekur upp öxi, jolly sem aldrei fyrr og hrópar “Hey Paul” og heggur Allen í klessu, priceless atriði sem sýnir klikkhausinn sem Bateman er.
Ég var bara að djóka