Ég á til með að segja frá langfyndnustu mynd sem ég hef á ævinni séð. The Big Lebowski var gerð árið 1998 af hinum mögnuðu Choen bræðrum. En til að gera langa sögu stutta þá er þessi mynd um Jeffrey Lebowski a.k.a “The dude” sem er ábyggilega latasti maður sem stigið hefur á jörðina og félaga hans.
The dude lendir sem blóraböggull sem á milli alnafna hans sem er milljónamæringur og illræmdra mannræningja og allt út af því að migið var á mottuna hans. Hann var náttúrlega ekki á eitt sáttur með það,drengurinn. Hann fer og reynir að rétta úr málunum en ekki gegnur það eins og í sögu. Eftir langt og strangt vesen er hann ekki allveg að höndla þessa vitleysu enda er ekki annað hægt þegar þú átt þér félaga eins og Walter(John Goodman) sem gerir ekki annað en að koma með einhverjar sturlaðar hugmyndir sem að sjálfsögðu alltaf klúðrast. Það er nú samt ekki söguþráðurinn sem gerir þessa mynd svona hrikalega góða það er persónusköpunin sem er ræður ríkjum í þessu meistaraverki. Karakterarnir eru hreinasta schnilld. Við erum með The Dude(Jeff Bridges) sem er atvinnulaus náungi sem lifir í endalausu chilli og veit ekkert hvað er að gerast í kringum sig. Svo erum við með Walter(John Goodman) sem er þessi týpíski Kani sem aldrei hefur orðið neitt úr. Hann er snarbilaður og heldur að veröldin snúist í kringum sig. Hans stolt er hinsvegar hans tími Nam og reynir að bendla alla hluti við stríðið vofeiglega. The Dude er greinilega orðinn fullsaddur á öllum hans ömurlegu kenningum en Walter nær samt alltaf að draga The Dude á tálar. Alttaf enda þeir félagar alltaf með sárt ennið eftir misheppnaðar tilraunir af hugmyndum Walters, Walter er skítsama um það og vill bara skella sér í keilu á meðan The Dude situr bitur og veit ekkert til hvaða bragðs á að taka. Síðan er það hann Donny(Steve Buscemi) sem er ótrúlega undirgefinn náungi sem að vill greinilega bara hanga með þeim kumpánum enda á hann ekki aðra að.
Svo eru fullt af minni charecterum sem hafa mjög mikil áhrif á myndina þó svo að þeir koma ekki mikið við sögu s.s. The Jesus (John Turturo) sem er magnaður karakter,Brandt sem er ritari milljóinamæringsins Jeff Lebowski sem leikinn er af Philip Seymour Hoffman sem hreint út sagt frábær leikari, hann er ótrúlega fjölhæfur. Hann fer frá því að vera þvílíkur perri(happiness) yfir í að vera butler hjá milljónamæringi(big lebowski) og þaðan sem wannabe big shot tónlistargagnrýnandi(almost famous).
Svo eru það sænsku mannræningjarnir, Maude Lebowski og náttla Kúrekinn sem segir söguna allt saman mjög vel skapaðir karekterar.
Þessi mynd er vafalaust ein langfyndnasta mynd sem gerð hefur verið í Hollywood og er laus við allann yfirborðskenndan aulahúmor sem einkennir Hollywood hvað mest.
Ég mæli eindregið með þessari mynd og fyrir þá sem ekki hafa séð hana eða finnst hún léleg þá mæli ég með að horfa ekki á hana með einhverjum Scary movie aulahúmorsvæntingum heldur pæla aðeins meira í henni.

Einkunn= 10/10 eða A+

Obrigado