The Fugitive (Gagnrýni) The Fugitive (1993)

Jæja, kominn aftur eftir langt frí og fannst eins og það vantaði þessa gagnrýni

Leikstjórn: Andrew Davis
Handrit: Jeb Stuart
Aðalhlutverk: Harrison Ford, Tommy Lee Jones
Lengd: 130 mín (2 klst, 10 mín)
Verðlaun: Tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna, vann Besti Leikari í Aukahlutverki, Tommy Lee Jones.

Þráður

Dr. Richard Kimble (Harrison Ford) kemur heim til sín, og sér að búið er að ráðast og drepa konu hans. Árásarmaðurinn er ennþá á staðnum og reynir Kimble að yfirbuga hann. Maðurinn sleppur og lögregla kemur stuttu seinna. Vegna mjög augljósra sönnunargagna er Kimble tekinn í varðhald og dæmdur til dauða. Hins vegar í rútunni á leiðinni, ná hinir fangarnir í rútunni að yfirbuga öryggisverðina og hvolfir rútan langt í burtu. Kimble sleppur og flýr strax. Lögreglustjórinn Samuel Gerard (Tommy Lee Jones) er heltekinn af málinu og reynir hvað sem hann getur til þess að ná Kimble og koma honum aftur bakvið lás og slá, á meðan Kimble flýr með öllu sem hann á og reynir að sanna sakleysi sitt eins og hann getur.
Fáránlega spennandi mynd með góðum söguþræði og góðum leikurum sem allir ættu að vera búnir að sjá.

Gagnrýni

The Fugitive er vel uppbyggð, skemmtileg og spennandi. það vantar fátt uppá leikstjórn Andrew Davis, þó að sum atriði sem hefðu getað verið svona spennybyggjandi hefði hann getað gert betur. Leikur hjá flestum leikurum er alveg til fyrirmyndar. Harrison er mjög flottur í sínu hlutverki, og reyndar þurfti hann ekki að bæta mjög mikið. Tommy Lee Jones var alveg fáránlega góður í þessari mynd…kannski bara ein af hans bestu. Ekki nema furða að hann fékk Óskarinn…Önnur aukahlutverk, s.s Andreas Katsulas, sem einhenti maðurinn hefði getað bætt sig um helming!
Ég gef The Fugitive 8 af 10. Frábær mynd, stuttlega sagt.

Uppáhalds atriði

Gerard er að elta Kimble í ræsi nokkru, og útaf einhverjum kringumstæðum nær Kimble að miða byssu á Gerard. Kimble segir: “I didn´t kill my wife!” Gerard, án þess að hugsa eða neitt: “I don´t care!”…priceless..