Starship Troopers Leikstjóri: Paul Verhoeven

Aðalhlutverk: Casper Van Dien, Dina Meyer, Denise Richards, Jake Busey, Neil Patrick Harris, Clancy Brown, Seth Gilliam

Handritshöfundar: Robert A. Heinlein, Edward Neumeier

Framleiðsluár: 1997

Lengd myndar: 129 mínútur

Paul Verhoven er mjög sveiflukenndur leikstjóri. Hann er maðurinn sem kom með snilldar myndirnar Robocop og Total Recall. Aftur á móti er hann líka maðurinn sem kom með hörmungina Showgirls.

Starship Troopers er ein þeirra mynda sem heppnaðist hjá honum og það líka þettað frábærlega vel.

Myndin byrjar á því að kynna okkur finnir aðal persónunum á meðan þær eru ennþá í skóla. Við kynnumst Johnny Rico sem er ekki viss um hvað hann ætlar að gera í lífinu. Hann er vinsæll og í skólaliðinu í framtíðar fótbolta en ekki eins klár í skóla. Við kynnumst líka kærustu Johnnys, Carmen sem er mjög falleg og klár stelpa sem ætlar sér að verða flugmaður. Síðan kynnumst við bestu vinum Johnnys og nokkrum kennurum. Síðan eftir loka ballið í skólanum byrjar alvaran. Þau ganga öll í herinn til að berjast gegn geimpöddum sem eru að ráðast á jörðina. En fyrst eru það æfingabóðirnar og aðal þjálfin þar minnir mikið á þjálfan í Full Metal Jacket.

Þetta er frábærlega vel gerð mynd. Sem er ætluð að vera B-mynd með því að nota aðallega fallegt sápuóperufólk í aðalhlutverk. Frábærar tæknibrellur og rosaleg stríðs atriði, reyndar svoldið gorí á köflum en það er bara betra. Þessir hlutir gera myndina að frábæri skemmtun fyrir hvaða action-fíkil sem er.

Þegar ég sá þessa mynd fyrst í bíó þá vissi ég ekkert hvað ég var að fara út í og varð rosalega hrifin af þessari mynd strax. *** af ****

Freddie