The Hangover (Gagnrýni) The Hangover (2009)

Leikstjórn: Todd Philips
Handrit: Jon Lucas
Aðalhlutverk: Bradley Cooper, Zach Galifianakis, Ed Helms, Heather Graham, Justin Bartha
Lengd: 100 mín (1 klst. 40 mín)

Þráður

Doug Billings (Justin Bartha) er að fara að gifta sig. Eins og oftast gerist er haldið steggjapartí sem fögnuður síðasta dags ógifts manns. Í þetta skipti fer hann ásamt 3 vinum sínum, Phil Wenneck (Bradley Cooper), Stu Price (Ed Helms) og Alan Garner (Zach Galifianakis) til Las Vegas til að halda steggjapartí. Í Vegas er svo farið á Ceasars Palace og partíið byrjar. Morguninn eftir hins vegar, eru þeir allir með dúndrandi timburmenn, hótelherbergið eins og vígvöllur, þeir muna ekki neitt sem gerðist nóttina áður..og já…brúðguminn er týndur hvorki meira en minna. 3 minnislausir og ringlaðir gaurar leggja af stað frá hótelinu að reyna að finna Doug, og lenda í allskonar ógeðslega fyndnum uppákomum á leiðinni. Ótrúlega fyndin og skemmtileg mynd sem allir ættu að sjá.

Gagnrýni

The Hangover er með betri grínmyndum sem ég hef séð. Hún er fyndin, vel gerð og kemur á óvart á köflum. Leikstjórn er í betri kantinum, mjög vel gert! Leikarar standa sig flestir, ef ekki allir, mjög vel. Bradley Cooper stóð út af þeim fjórum, hann tók sitt hlutverk best og fór með bestann leik að minu mati. Ed Helms stendur sig ágætlega þó að nokkur atriði hefðu verið betri. Zach Galifianakis er líka með mjög góðann leik, og besta karakterinn. Hann er flippaður í sínu hlutverki, en hefði alveg getað betur. Justin Bartha er ágætur svosem, en var nú ekki stór partur af myndinni sjálfri.

Ég gef The Hangover 8 af tíu. Frábær og fyndin mynd.

Besta atriði
Þegar þeir félagar hitta Mike nokkurn Tyson á hótelherbergi sínu. Hann kýlir vesalings Alan rotaðann og vill fá tígurinn sinn aftur. PriceLess atriði.