High Fidelity Öðru hverju á ég það til að kaup mér svokallaðar DVD myndir. Um dagin var ég í Skífunni og rakst á eina stórskemmtilega mynd með John Cusack sem heitir High Fidelity.

Myndin sem er byggð á samnefndri mestsölubók falar um Rob Gordon (John Cusack) sem rekur plötuverslun í Chicago sem gengur ekkert allt of vel. Honum til aðstoðar vinar tveir furðufuglar í plötubúðinni. Þeir Barry (Jack Black) og Dick (Todd Louiso). Barry er forfallinn rokk aðdáandi og dreymir um að verða einhvern daginn söngvari í rokkhljómsveit á meðan Dick er frekar rólegri típa. En það er ekki reksturinn á plötubúðinni sem er að hrjá Rob. Kærastan hans Laura (Iben Hjejle) er nýbúin að “dömpa” honum og er að flytja frá honum. Þettað skilur hann eftir í ástarsorg og hefur hann ýmsa mjög skemmtilega komplexa út frá því um mistök sambanda hans í lífinu.

Alveg hreint stór skemmtileg mynd sem ekki allir hafa tekið eftir. Handritið og skemmmtileg andrúsloft við að horfa á myndina er það skemmtilegast við hana.

Ég mæli líka með því að þau ykkar sem hafi kíkt á myndina og hafi haft gaman af. Að kíkja eftir tónlistinni úr myndinni sem er með þeirri betri sem hefur verið í mynd í svoldin tíma.

DVD útgáfan af myndinni er ekkert til að hoppa hæð sína af ánægu fyrir þó að myndin sé mjög góð þá finnst mér að það vanti meira auka efni á diskinn. Það er bara:
nokkur ný atriði,
viðtal við Stephen Frears og
viðtal við John Cusack.
Auðvitað líka ýmsir textar og tal en það er líka á öllun DVD myndum hér á landi.

High Fidelity ***1/2 af ****
Aukaefni *1/2 af ****

Freddie