Changeling (2008)

Leikstjórn: Clint Eastwood
Handrit: J. Michael Straczynski
Aðalhlutverk: Angelina Jolie, Jeffrey Donovan, John Malkovich, Jason Butler Harner
Lengd: 141 mín (2 klst. og 21 mín.)
Verðlaun: Myndin var tilnefnd til 3 Óskarsverðlauna, þar
á meðal Besta Leikkona fyrir Angelinu Jolie

Þráður

Myndin hefst árið 1928 þegar Christine Collins (Angelina Jolie) skilur strákinn sinn, Walter, einann heima, og fer til vinnu. Þegar hún kemur heim er strákurinn hvergi til staðar. Allsherjar leit um öll Bandaríkin hefst og eftir nokkra mánuði fær Christine skilaboð um að lögreglan hefur fundið strákinn á lífi. Christine hittir strákinn á lestarstöð, en finnur út að þetta er ekki sonur hennar. Hún mótmælir lögreglunni harðlega, og fer með sitt mál til blaðamanna. Prestur að nafni Gustav Briegleb (John Malkovich) hjálpar Christine að ná sínu á framfæri, en lögreglan gerir hvað sem er til að komast hjá því að viðurkenna mistök.
Hreint útsagt ótrúleg mynd, sem sýnir óréttlætið sem ríkti á meðal lögreglunnar á fyrri hluta síðustu aldar og sýnir líka baráttuandann í fólkinu sem var á móti lögreglunni.

Gagnrýni

Changeling er spennandi mynd, vel gerð og vel leikin af nærri því öllum leikurum. Angelina Jolie fer með betri leik en vanalega, enda fékk hún Óskarstilnefningu fyrir. Jeffrey Donovan nær 30's hreimnum helvíti vel og leikur mjög vel sem J.J. Jones, spilltrar löggu sem hendir Christine inná geðveikrahæli. John Malkovich leikur liggur við óaðfinnanlega, en nokkur atriði hefðu getað verið betri hjá honum. Svo er náttúrulega Jason Butler Harner ekkert smá góður sem geðklofinn Gordon Northcott. Aðrir leikarar stóðu sig mjög vel, og sérstaklega nokkrir strákanna voru ótrúlega góðir í viðtölum við lögreglumenn.

Besta Atriði

Þegar Sanford Clark er að útskýra fyrir lögreglumanni að nafni Ybarra, hvernig Sanford og Northcott rændu og drápu 20 ungum strákum. Ótrúlegur leikur.