Schindler´s List (Gagnrýni) Schindler´s List (1993)

Leikstjórn: Steven Spielberg
Handrit: Steven Zaillian
Aðalhlutverk: Liam Neeson, Sir Ben Kingsley, Ralph Fiennes, Caroline Goodall
Lengd: 187 mín. (3 klst og 7 mín.)
Verðlaun: Myndin vann 7 Óskarsverðlaun, þar á meðal Besta Mynd og Besti Leikstjóri

Þráður

Schindler's List segir sanna sögu Oskar Schindler(Liam Neeson), meðlim nasistaflokksins sem kom nærri því allslaus til bæs nokkurs árið 1939. Þar efnaðist hann af mörgum vinum sínum, og stofnaði verksmiðju. Hann fékk aðallega gyðinga til vinnu, sem voru þá á tímum ásóttir af nasistum og öðrum fávitum. Hann fær Itzhak Stern, gyðing, sem bókhaldara hjá sér og hjálpar Itzhak honum að koma fólki til vinnu. Svo eftir að gettóin sem gyðingar voru sendir i voru hreinsuð út og flestir drepnir eða sentir í útrýmingarbúðir, sér Schindler allt það illa í nastistunum og ákveður að leyfa fleirum og fleirum til vinnu, en gyðingar Schindler's voru ekki réttdræpir frekar en aðrir gyðingar. Þegar Amon Göeth (Ralph Fiennes) verður stjórnandi á Plazsow útrýmingarbúðunum, sem voru ekki langt frá verksmiðju Schindler´s, reynist erfiðara fyrir Schindler að halda áfram að bjarga gyðingum, þar sem Göeth er geðklofi og drepur sér til ánægju.
Schindler´s List er átakanleg, góð, og ekkert smá vel gerð mynd sem að allir ættu að sjá.

Gagnrýni

Schindler´s List er án nokkurs efa, Besta mynd sem ég hef nokkurn tímann séð. Nákvæmlega ekkert er hægt að setja út á leikstjórn Steven Spielberg, flest, ef ekki bara öll atriðin eru ótrúlega vel upp sett. Að hafa myndina í svart-hvítu er líka frábær hugmynd, þar sem þetta er á þeim myrku tímum. Liam Neeson er í sínu besta hlutverki, ég hef aldrei séð hann leika betur. Fátt er hægt að setja út á leik Ralph Fiennes, sem lék SS foringjann Amon Göeth, náði vel karakter nasistans. Samt þurfti ég að hafa texta, því ég skyldi ekki orð sem kom út úr manninum… Ben Kingsley er líka nærri því óaðfinnanlegur, sum atriðin hefðu getað farið betur, sama má reyndar segja um alla leikara.

Ég gef Schindler´s List 9.5 af 10. Hún er átakanleg, og ein af fáum myndum sem kölluðu fram tár hjá mér…Og..þrátt fyrir það að verið er að slátra gyðingum helminginn af myndinni, þá er hún helvíti fyndin… maður gat hlegið ágætlega mikið af nokkrum atriðum, en gyðingaslátrunin er hins vegar ekki fyndin…

Besta atriði
The Little girl in the red dress atriðið. Þegar Schindler og einhver kona fylgjast með gettó-hreinsuninni, sér Schindler litla stelpu hlaupa um í rauðum kjól, aðalástæðan fyrir því að myndin er svarthvít. Litla stelpan merkir það þegar Schindler sér illskuna og breytist í góða manninn sem bjargaði meira en 1100 gyðingum frá dauða.