Hvað er þetta með japana? það virðist vera að þeir séu einu sem kunna að gera góðar myndir. Ég horfði á Royal Battle í gærkvöldi og hún var splatter, fyndin og ógeðsleg.

42 krakkar (skólabekkur) vakna inn í herbergi með járn utan um hálsinn. Vopnaðir hermenn halda þeim inni, og fyrrverandi grunnskólakennarinn þeirra kynnir fyrir þeim leikreglurnar:“ Þið eigið að drepa hvort annað þangað til að einn stendur eftir. Þið fáið vopn og mat. Þið getið ekki flúið því við erum á eyju og ef fleiri en einn er lifandi eftir 3 daga, þá springur járnið sem er utan um hálsinn á ykkur öllum”.

Þessi mynd var gerð 2000 þannig að hún er nokkuð ný.

En annars, þeir sem eru viðkvæmir ættu ekki að horfa á hana en þeir sem eru ekki viðkvæmir þá er þetta skemmtileg afþreyjing.

clara