The Wrestler (Gagnrýni) The Wrestler (2008)

Leikstjórn: Darren Aronofsky
Handrit: Robert D. Siegel
Aðalhlutverk: Mickey Rourke, Marisa Tomei, Evan Rachel Wood
Lengd: 109 mín (1 klst. 49 mín.)

Þráður

Randy “The Ram” Robinson (Mickey Rourke) var mjög frægur glímukappi á 7 áratugnum. Núna, 20 árum síðar er hann í eldri kantinum, hjartaveikur og fátækur. Hann keppir enn í litlum sölum fyrir fáa aðdáendur, og vinnur í matvöruverslun. Eftir hjartaáfall neyðist hann til að hætta, og tekur hann tækifærið og reynir að endurnýja tengsl við dóttur sína (Evan Rachel Wood). En þrátt fyrir að hann er hættur, veit hann sjálfur að hann vill að minnsta kosti keppa einu sinni en, fyrir áhorfendurna.
Mögnuð mynd sem enginn glímuaðdáandi, eða bara kvikmyndaunnandi ætti að láta framhjá sér fara.

Gagnrýni

The Wrestler er mjög vel gerð, vel leikin mynd. Það er nákvæmlega ekkert hægt að setja út á leik Mickey Rourke, hann er einfaldlega óaðfinnanlegur í þessari mynd. Marisa Tomei er líka frábær sem aldraður strippari…ekkert voðalega gaman að sjá fertuga konu dansa um…en jæja, you cant cry over spilled milk… Evan Rachel Wood var nú ekki alveg frábær… en var samt með ágætann leik á köflum. Darren Aronofsky var með Óskarsverðuga leikstjórn, ekkert smá vel sett upp hjá honum! Ekkert hægt að setja út á hvernig allir “match-arnir” voru settir upp.

Ég gef The Wrestler 7.7 í einkunn. Hún er skemmtileg (fyrir wrestling-aðdáendur, og alla aðra) vel gerð og góð yfir höfuð.

Besta atriði
Randy er að segja dóttur sinni að hann vilji ekki að hún hati sig…geðveikislega vel leikið…