Matti Pellonpää - Frábær leikari! Matti Pellonpää er einn af mínum uppáhaldsleikurum og það ekki að ástæðulausu. Það eru ekki margir sem þekkja til hans,því miður, en ég ætla að reyna bæta úr því og kynna hann fyrir ykkur sem ekki vita hver hann var.

Matti Pellonpää fæddist í Helsinki,Finnlandi þann 28.mars árið 1951. Hann hóf feril sinn árið 1962 sem leikari í útvarpsleikritum. Á 8.áratugnum vann hann í áhugamannaleikhúsum en svo árið 1977 útskrifaðist hann úr finnska leiklistarskólanum. Í byrjun 9.áratugarins fór hann að koma fram í myndum Kaurismaki´s leikstjóra sem flestir þekkja til. Kaurismaki sá fljótlega hvað í honum Matta bjó og gerði hann að aðalleikara í fjölmörgum bíómyndum sínum. Árið 1993 var Matti kosinn besti evrópski karlleikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni „La Vie de Bohème“ og fékk að launum hinn margrómaða Felix. Hann átti Felixinn alveg fyllilega skilinn því þetta er alveg brilliant mynd og Matti fer með þvílíkan leiksigur af hólmi. Ég hvet alla til að sjá þessa mynd.
Þann 13. júli 1995 var komið að kveðjustundinni. Matti Pellonpää einn ástsælasti leikari Finna lést úr hjartagalla aðeins 44 ára að aldri. Það eru til ýmsar sögusagnir um orsök að dauða hans en ég ætla ekki að tala um þær hér. Hann drakk víst mikið…

Hér er listi yfir þær myndir sem Matti lék í á ferli sínum sem því miður varð ekki ýkja langur:

- 1994: Iron Horsemen
- 1994: Take Care of Your Scarf, Tatiana
- 1993: The Last Border
- 1993: Leningrad Cowboys Meet Moses
- 1992: Where is Musette?
- 1992: La Vie de Bohème
- 1991: Night on Earth
- 1991: Zombie and the Ghost Train
- 1989: Cha Cha Cha
- 1989: Leningrad Cowboys Go America
- 1988: Ariel
- 1986: Shadows in Paradise
- 1984: Calamari Union
- 1982: Worthless