Se7en (Gagnrýni) Seven (1995)

Leikstjórn: David Fincher
Handrit: Andrew Kevin Walker
Aðalhlutverk: Brad Pitt, Morgan Freeman, Gwyneth Paltrow, Kevin Spacey
Lengd: 128 mín (2 klst, 8 mín)
Verðlaun: 1 Óskarstilnefning, 1 BAFTA tilnefning

Þráður

Tveir leynilögreglumenn, William R. Somerset (Morgan Freeman) og David Mills (Brad Pitt) rannsaka skrýtið mynstur raðmorðingja nokkurs, sem notar Dauðasyndirnar Sjö, losti, matgræðgi, græðgi, leti, reiði, öfund og dramb. Fyrsta morðið, græðgi er á lögfræðingi. Þegar þeir sjá orðið Greed skrifað með blóði á vegginn virðist enginn ætla að fatta neitt. Næsta morð, matgræðgi er á feitum manni. Somerset sér þar Gluttony skrifað inní ískáp mannsins. Þá fara hlutirnir loks að flækjast og vita víst allir að það eru 5 morð eftir. Eða hvað?
Ótrúlega góð mynd með frábærum söguþræði og skemmtilega twisted endi. Ég þurfti að horfa á hana 2svar til að geta fattað síðasta hálftímann.

Gagnrýni

Seven er vel upp byggð, leikstjórn hjá David nokkrum Fincher er næstum óaðfinnanleg en fyrstu atriðin eru nokkuð illa sett upp, annars vegar, frábær leikstjórn. Brad Pitt og Morgan Freeman eru ágætir í sínum hlutverkum sem David Mills og William Somerset. Morgan Freeman er náttúrulega virkilega góður leikari og ég hélt að ég myndi fá smjörþefinn af þeim leik í þessari mynd, en ekki alveg. Hann var frekar “normal” í nokkrum atriðum, þar sem hann átti mikið frekar að vera djúpt hugsi og læti. Brad Pitt er nú bara Brad Pitt þegar hann leikur, og liggur við að hann sé að leika sjálfann sig í sumum myndum. En þessi mynd lá við stjörnuleik hjá Pitt. Kevin Spacey leikur skemmtilega klikkaðan gaur í þessari mynd, liggur við eins og vanalega… en já…hans karakter á víst að vera svona leiðinlegur, samt…hann hefði getað lifað sig aðeins meira inn í hlutverk raðmorðingja. Gwyneth Paltrow er voðalega venjuleg í sínu hlutverki sem unnusta David. Hún hefði alveg getað bætt sig smá… Það er sjaldan sem hægt er að gagnrýna handrit, en ég spyr sjálfann mig og þá sem hafa séð myndina, hvernig í fjandanum fattaði maðurinn uppá þessu??? Þessi mynd er hreint meistaraverk, ef Gwyneth Paltrow hefði aðeins bætt sig…

Se7en fær 8 af 10 frá mér. Frábær, spennandi, skemmtileg og flókin mynd sem Allir Ættu Að Sjá.

Besta atriði
Endirinn. Allur endirinn.