Frost/Nixon  (Gagnrýni) Frost/Nixon (2008)

Leikstjórn: Ron Howard
Handrit: Peter Morgan
Aðalhlutverk: Frank Langella, Michael Sheen, Sam Rockwell, Kevin Bacon
Verðlaun: 5 óskarstilnefningar

Þráður

Frost/Nixon fjallar um sannsögulegt viðtal breska sjónvarpsmannsins David Frost(Michael Sheen) og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Richard Nixon (Frank Langella). Frost var talin af mörgum verða of léttur á spurningum, þess vegna reyndist erfitt að koma á viðtali við þá tvo í fyrstu. Frost var vanmetinn af mörgum, einnig umboðsmanni Nixon, Irving Lazar(Toby Jones). Lazar sér svo gott tækifæri til að fá stuðningsmenn Nixons til baka. Svo, eftir mikið af samningum og borgunum, þann 23 mars, 1977 hófust viðtölin, sem voru seinna sýnd í sjónvarpi. Lazar og Jack Brennan (Kevin Bacon), góðvinur og undirmaður Nixons, láta Nixon tefja spurningarnar sem Frost spyr, í þeim tilgangi að hylma yfir Watergate málinu. Frost er við það að gefast upp þegar tveir rannsóknarmenn sem Frost hafði ráðið til að hjálpa sér við að halda viðtalið, hætta að treysta Frost, vegna þess hve vel Nixon gengur við að hylma yfir sjálfum sér. Frost rýnir meira og meira inn í Watergate málið, og á endanum, fær Nixon til að viðurkenna að hann tók þátt í yfirhylmingu um samsæri í Watergate málinu. Frábær mynd sem enginn sannur kvikmyndaaðdáandi ætti að láta framhjá sér fara.

Gagnrýni

Frost/Nixon er vel gerð, sterk og spennandi mynd. Háklassa leikstjórn hjá Ron Howard, þó að nokkur atriði hafi verið nokkuð illa sett upp. Frank Langella er Richard Nixon, og trúir maður engu öðru á meðan maður horfir á myndina. Hann leikur mannfjandann ekkert smá vel. Hvernig hann nær munnbrigðunum og öllu öðru er alveg ótrúlegt. Michael Sheen er ekkert slakur í sínu hlutverki sem David Frost, manninn sem fékk Nixon til að viðurkenna ólöglegar gerðir sínar.
Besta atriði myndarinnar að mínu mati er þegar Nixon gengur út úr húsinu sem viðtölin voru haldin, sigraður og niðurdreginn, gengur upp að konu með hund og spyr: “Is this what you call a…dachshund?”

Myndin fær frá mér 7.5 af 10. Hún er eilítið langdregin, nokkur atriði illa sett upp og nokkrir leikarar eru lélegir alveg fram í síðastu hálftímann, þar sem spennan um viðtalið er í hámarki, fara allir allt í einu að leika “raunverulega”?? Ekki nógu gott að mínu mati.

Takk fyrir mig og verði ykkur að góðu.