Collateral Damage Titill:Collateral Damage
Framleiðsluár:2002
Leikstjóri:Andrew Davis
Aðalleikarar:Arnold Schwarzenegger, Elias Koteas, Francesca Neri, Cliff Curtis
Genre:Action, Thriller
Lengd:ca. 115 min
Tagline:Nothing is more dangerous than a man with nothing to lose

COLLATERAL DAMAGE
Eftir margra mánaða bið er Collateral Damage loksins komin í bíó. Henni var seinkað um marga mánuði út af 11. september ( ef einhver vissi ekki þá fjallar myndin um hryðjuverk ) og á tímabili hélt ég að þeir ætluðu bara að hætta við að sýna hana. En hún kom loksins og ég ( og nokkrir aðrir hugarar ) fór strax og tækifæri gafst á hana. En þó eftir hörmulega dóma var einhver smá von í mér um að þessi yrði ágæt en þessar vonir urðu að engu þegar myndin byrjaði. Fyrstu 30 mínúturnar voru hreinlega sprenghlægilegar! Ég meina að sjá Achnuld fara í sturtu með son sínum var það fyndnasta sem ég hef séð síðan ég sá The One. Þetta sturtu atriði var nú jafnvel frekar creepy! En nóg um þetta alræmda sturtu atriði, um hvað fjallar myndin? Jú hann Achnuld leikur slökkviliðsmann sem missir konu sína og barn í sprengjutilræði hryðjuverkamanna, svo fylgjumst með honum reyna að gráta í 20 mínútur. En þegar hann sér að lögreglan getur ekki gert neitt í málinu ákveður hann að taka málin í sínar eigin hendur og ferðast alla leið til Kólumbíu til að hefna sín illilega á hryðjuverkamanninum El Lobos ( aka The Wolf ) og félögum hans. Svo lendir hann auðvitað í smá hasar og látum.

Það sem mér finnst kannski furðulegast við myndina ( fyrir utan sturtuatriðið ) er að hann Achnuld snertir ekki byssu í þessar tvo klukkutíma sem við horfum á myndina. Eina sem hann gerir er að lemja fólk og koma fyrir nokkrum sprengjum hér og þar. Þetta hef ég aldrei áður séð í hasarmynd með honum Achnuld. Leikurinn í myndinni er svona lala, ekkert frábær né lélegur, nema kannski það að Achnuld getur varla talað ensku. Að mínu mati stóðu tveir aukaleikarar upp úr, John Turturro og John Leguizamo, þeir tveir sáu að mestu leiti um grínið ( þó aðeins í stuttan tíma ). Handritið er nú frekar lame, fátt virkaði vel, tæknibrellurnar voru nú ekkert sérstakar og svo var þetta bannsetta sturtu atriði…

Myndin var þó ekki alslæm. Hann Achnuld átti sínar senur, m.a. eitt brútal atriði þar sem hann beit eyra af einum gaur ( algjör snilld ). Enda plottið rosalega var nú ekki jafn rosalegt og ég hélt, maarr var fyrir löngu búinn að sjá þetta fyrir. Þetta er nú ekki það sem maarr á að búast við frá kónginum! Annars bíð ég spenntur eftir næstu mynd hans, Terminator 3. Og svo er hann auðvitað búinn að plana tvær aðra framhaldsmyndir, True Lies 2 og Conan 3 ( ég get ekki ýmindað mér hvernig sú mynd verður ).

Ég get nú varla mælt með Collateral Damage, bíði frekar eftir henni á spólu.

*1/2 /****

Smokey…