A Clockwork Orange besta mynd Kubrick Þó að Stanley nokkur Kubrick hafi yfir ævina gert fjölmargar snilldarmyndir þá ætla ég bara að tala um eitt þeirra núna. Það að mínum mati besta mynd hans.

Hún fjallar um ungan breskan vandræðismann sem með klíku sinni gerir mörg ódæðisverk svosem berja róna og klíkuslögum. Í raun skiptist myndin niður í tvö hluta. Fyrri hlutinn er þegar hann er í klíkunni og seinni hlutin þegar búið er að ná honum og hann er í fangelsi og verið að gera allskyns tilraunir á honum, sem eiga að “betrum bæta manninn” því þær eiga að gera hann þannig að hann getur ekki framið glæpi næ sagt ljót orð.

Myndin er gerð árið 1971 og er 137mín. Í aðalhlutverki er hinn magnað Malcolm McDowell og er hann alveg frábær í hlutverki vandræðismansins. Þegar ég sá þessa mynd fyrst þá varð ég svo ánægður með hana að ég stökk til og fór í vídeosafnarann og keypti eintak af myndinni. Það er reyndar týnt í dag (but that’s a hole different story). J

Ef þið eruð að leita að góðri mynd til að horfa á þá þá mæli ég eindregið með þessari. Hún er snilld og ekkert annað. ***** af *****