Analyze This Ég sá þessa mynd í gær(miðvikudag) og fannst mér hún það góð að ég varð að skrifa grein um hana.
Þessi mynd var gerð árið 1999 og var leikstýrt af Harold Ramis(Orange County) og var tagline hennar:,,New York's most powerful gangster is about to get in touch with his feelings. _YOU_ try telling him his 50 minutes are up.''. Í henni léku Robert De Niro(Goodfellas), Billy Crystal(My Giant), Lisa Kudrow(Romy And Michelle´s High School Reunion), Molly Shannon(A Night At The Roxbury), Leo Rossi(The Accused), Max Casella( Trial and Error), Dave Corey(Holy Man), New York Joe Catalfumo(Mickey Blue Eyes), Joe Viterelli(Eraser), Richard C. Castellano, Kyle Sabihy(Wicked), Bill Macy(Sibling Rivalry), Chazz Palminteri(The Usual Suspects), Joseph Rigano(Sweet and Lowdown), Anthony Russo(A Time To Remember), Rebecca Schull(The Odd Couple II) og Jimmie Ray(The Abyss).

Þessi mynd fjallar um mafíósan Paul Vitti(Robert De Niro) sem er einn harðsvíraðasti mafíósinn í New York en er undir mikilli streitu. Þegar góðvinur hans og yfirmaður er skotin í skotárás eykst streitan svo mjög að hann fær að fá svokölluð hræðsluköst.
Hann leitar þá til sálfræðings sem heitir Ben Sobel(Billy Crystal) til að leita hjálpar. Þegar hann heldur að vandinn se horfinn kemur hann aftur á verst tíma því að allir mafíósarnir ætla að halda fund. Paul Vitti leitar þá Ben Sobol uppi og biður hann að hjálpa sér. Allt gengur vel í meðferðinni þar til alríkislöggan byrjar að skipta sér að.

Mér fannst þessi mynd vera mjög góð og það er augljóst að Robert de Niro bregst manni aldrei. Hugsunin á bak við myndina var mjög góð miðað við að persónurnar hver gæti ekki trúað að allir þessi r glæpir séu svona stressandi. Ég gef þessari mynd ***+/**** því að hún er frábær gaman mynd og frábærlega leikin.

,,Boss Paul Viti: You did nothing for me! You did nothing! I'm still fucked up!
Dr. Ben Sobol: Hey, what do you expect? I saw you for five minutes! I can't work miracles, Mr. Viti! And let me tell you something, I do not appreciate it when someone wakes me up and drags me out of my hotel room in the middle of the night. I have a life, Mr. Viti, I have a family, I have a serious practice, and I don't have time for your BULLSHIT! …That kind of got away from me at the end.''

kv.
dictato