Gladiator Ég sá þessa mynd fyrst er ég tók hana á leigu árið 2001 og fannst mér hún vera frábær og því ætla ég að skrifa grein um hana.
Þessi mynd var gerð árið 2000 og var leikstýrt af Ridley Scott(Black Hawk Down) og var tagline hennar:,,The general who became a slave. The slave who became a gladiator. The gladiator who defied an Emperor.''. Í henni léku Russell Crowe(Proof Of Life), Joaquin Phoenix(Signs), Connie Nielsen(The Devil's Advocate), Derek Jacobi(Gosford Park), Oliver Reed( The Adventures of Baron Munchausen), Richard Harris(The Count of Monte Cristo), Djimon Hounsou(Deep Rising) ,John Shrapnel(Notting Hill) og David Schofield(From Hell).

Þessi mynd gerist um 180 e.k. og fjallar um spænska hershöfðingjann Maximus Decimus Meridus(Russel Crowe) sem er goðsögn í rómverska hernum og nýtur hylli manna sinna og virðingu jafningja sinna. Eftir að hafa lokið herþjónustu óskar hann þess eins að fara aftur til fjölskyldunnar sinnar en þegar hann neitar að taka við af keisaranum Marcus Aurelius(Richard Harris) ákveður keisarinn að afhenda þinginu stjórn Rómar verður þá sonur keisarans Commodus(Joaquin Phoenix) reiður því að hann hefur eytt allri ævi sinni til að gera föður sínum til geðs. Í reiðiskasti drepur Commodus föður sinn keisarann og skellir skuldinni á Maximus. En hann gerði ekki ráð fyrir því að Maximus myndi ná að sleppa undan aftöku því brenndi hans hús hans með fjölskyldu hans inni í því. Maximus leitar því hefnda en er hnepptur í þrældóm og er gerður að skylmingarþræli. Meðan hann er að berjast fyrir lífi sínu opnar Commodus keisari Colosseum aftur eftir margra ára fjarveru. Maximus er leiddur til Rómar af húsbónda sínum Proximo(Oliver Reed) og berst fyrir frelsi í Colosseum og svo loks við keisarann.

Þessi mynd er alveg einstök hreinn snilldar leikur hjá öllum þeim leikurum sem komu nálægt þessari mynd helst nefni ég Russel Crowe, Oliver Reed, Joaquin Phoenix og Djimon Hounsou. Þetta er frábær saga um völd, svik og vináttu ef einhverjar myndir teljast sem meistaraverk er þessi mynd ein af þeim. Þessi mynd vann til margra verðlauna svo sem óskar fyrir bestu mynd, besta leikara í aðalhlutverki(Russel Crowe), bestu tæknibrellurnar og fleiri, fleiri óskara. Hún vann einnig til verðlauna á BAFTA verðlaununum sem besta myndin. Og vann hún líka til SAG verðlaunanna fyrir bestu myndina, besta leikara í aðalhlutverki(Russel Crowe) og fyrir besta leikara í aukahlutverki(Joaquin Phoenix). Það kemur mér ekkert á óvart að þessi mynd er á topp 250 lista imdb.com. Ég gef þessari mynd ****/**** því mér finnst hún eiga það hreinlega skilið.

,,Commodus: The general who became a slave. The slave who became a gladiator. The gladiator who defied an emperor. Striking story! But now, the people want to know how the story ends. Only a famous death will do. And what could be more glorious than to challenge the Emperor himself in the great arena?
Maximus Decimus Meridius: You would fight me?
Commodus: Why not? Do you think I am afraid?
Maximus Decimus Meridius: I think you've been afraid all your life.''.

kv.
dictato