Carlito´s Way (GAGNRÝNI) Þetta er Gagnrýni,ekki eins og tvær fyrri greinarnar mínar.

Carlito´s Way (1993)

Leikstjórn: Brian DePalma
Handrit: David Koepp
Aðalhlutverk: Al Pacino, Sean Penn, Penelope Ann Miller, Luiz Guzman
Lengd: 144 mín (2 klst. og 24 mín)

Þráður:
Carlito´s Way gerist á 7. áratugnum og segir frá fyrrverandi glæpamanni, Carlito Brigante (Al Pacino). Carlito er nýkominn úr fangelsi og ákveður að koma sér á beinu brautina og hætta öllum glæpatengdum hlutum. Það reynist erfitt þegar lögfræðingur hans, David Kleinfeld (Sean Penn) fer að nota kókaín og dragast út í allskonar glæpi og dregur Carlito með sér. Spennandi mynd sem fáir ættu að láta fram hjá sér fara.

Gagnrýni:
Carlito´s Way er klassísk glæpamynd, leikstýrð af engum öðrum en Brian DePalma. Carlito´s Way fékk frekar góða dóma frá mörgum kvikmyndagagnrýnendum. Mér finnst hún í sjálfu sér mjög góð. Hún er frekar slök í byrjun, nokkur atriði hundleiðinleg, en ef maður hefur einhverja þolinmæði í sér er hún ágætlega spennandi líka. Al Pacino sýnir ekki alveg stjörnuleik í þessari mynd, enda breytir hann voðalega oft um hreim þegar líður á myndina. Sean Penn hinsvegar, sem David Kleinfeld, sýnir frábærann leik, enda fékk hann tilnefningu til Golden Globe fyrir hlutverkið. Penelope Ann Miller hefði getað sýnt smá meira líf í sitt hlutverk, hún var frekar þunglyndislegur karakter. En að ráða Luiz Guzman í kvikmynd eru hrottaleg mistök, finnst mér. Maðurinn talar eins og hann sé að píra augun á fjandans handritið! Flest, ef ekki öll atriðin með honum í myndinni hvetur mig til að slökkva á fjandans sjónvarpinu!!! Leikstjórinn Brian DePalma er í essinu sínu við gerð þessarar myndar. Frábær leikstjórn.

Ég gef þessari mynd 7 af 10. Hún er mjög langdregin á köflum, en annars, ágætlega góð.

Takk fyrir mig og verði ykkur að góðu.