Pitch Black Ég sá þessa mynd síðastliðið föstudagskvöld og fannst hún það góð að ég varð að gera grein um hana.
Þessi mynd var gerð árið 2000 og var leikstýrt af David N. Twohy(The Arrival)og tagline hennar var:,,Don't be afraid of the dark. Be afraid of what's in the dark.''. Í henni léku Radha Mitchell(High Art), Cole Hauser(Hart's War), Vin Diesel(Saving Private Ryan), Keith David( Dead Presidents), Lewis Fitz-Gerald(The Three Stodges), Claudia Black(The Queen of the Damned), Rhiana Griffith(15 Amore), John Moore(Behind Enemy Lines), Simon Burke(The Irishman), Les Chantery(Love from Guy), Sam Sari, Firass Dirani, Ric Anderson(Crocodile Dundee in Los Angeles), Vic Wilson(No Escape) og Angela Makin(Chameleon)

Þessi mynd fjallar um hóp geimferðalanga sem eru um borð í geimflaug sem er að flytja stórhættulegan morðingja aftur í fangelsi. En þegar flaugin ferst á ókunni plánetu verður fjandinn laus. Er þau eru að grafa líkin af fólkinu sem fórst við lendingu kynnast þau nýrri tegund af ótta þegar íbúar plánetunnar sme geyta aðeins lifað í myrkri fara að gera vart um sig og útrýma farþegum geimskipsins. En skyndilega fá þau hjálp frá þeirri manneskju sem þau áttu síst von á. Þegar sólmyrkvi á sér stað telja þau sig eiga enga von.

Þessi mynd var mjög góð og er mjóg vel heppnuð sérstaklega atriðin í holu skrímslanna í almyrkvinu. Ágætur leikur en hjá Vin Diesel og Radha Mitcell en það sem még hreifst að við þessa mynd er söguþráðurinn og spennan. Þesssi mynd er ein besta vísindaskáldsögutryllir síðustu ára enda var hún tilnefnd til International Horror Guild verðlaua sem besta myndin sem og fleiri önnur verðlaun. Ég gef henni ***+/**** því að þessi mynd er óhugnalega góð en leikurinn er ekkert sérstakur.

,,Paris: Paris P. Olgilvie. Antiquities dealer, entrepreneur.
Riddick: Richard B. Riddick. Escaped convict. Murderer.''

kv.
dictato