“Forrest Gump”
Lengd: 142 mínútur.
Leikstjóri: Rober Zemeckis.
Handrit: Winston Groom ogEric Roth.
Aðalhlutverk: Tom Hanks, Robin Wright
og Gary Sinise.
Framleiðsluár: 1994.
Framleidd af: Paramount Pictures.
Tegund myndar: Drama.
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára.

Gagnrýnendur:
imdb.com 7,9 af 10.
kvikmyndir.is 9,0 af 10
goldy *****/*****

“Forrest Gump” er án efa ein af mínum tíu bestu kvikmyndum sem ég hef séð. Robert Zemeckis leikstýrði þessari mynd af stakri snilld á því herrans ári 1994. Zemeckis fæddist þann 14. maí 1952 í Chicago í Bandaríkjunum. Þannig að hann er aðeins rúmlega 50 ára gamall og á svona 30 ár eftir í bransanum. Hann er góðkunningi Stevens “nokkurs” Speilbergs og hefur Speilberg m.a. framleitt margar af hans kvikmyndum. Zemeckis hefur leikstýrt svo mörgum frábærum myndum að það tæki mig langan tíma að lýsa undrun minni af leikstjórnar hæfileikum hans. En fyrsta myndin sem hann leikstýrði, þegar hann var aðeins tvítugur, hét “The Lift”og var hún 7 mínútur að lengd og svart/hvít. Árið 1985 leikstýrði hann og skrifaði handritið af hinni geisivinsælu og mjög svo góðu mynd, “Back to the Future” (goldy ****/*****), með hinum Parcisons-veika-leikara, Michael J. Fox og hinum geysimagnaða og aldna leikara, Christopher Lloyd. Þessi mynd var aðeins sjötta myndin sem hann leikstýrði og skaut hún honum beint upp í störnuhimininn og var hann aðeins 33 ára að aldri. Eftir þá mynd komu fleiri kengimagnaðar myndir til viðbótar s.s. Óskarsverðlaunamyndin, “Who Framed Roger Rabbit”, “Back to the Future Part II”, “Back to the Future Part III”, “What Lies Beneath” og “Cast Away”. Nýjasta mynd Zemeckis mun að öllum líkindum heita “Macabre”, og fjallar hún um lækni sem hefur 5 tíma að finna dóttur sína…sem hefur verið grafin lifandi!

Tom Hanks er án efa besti leikari nú á dögum. Hann (eins og Zemeckis) hefur varla slegið feilnótu á ferli sínum. Hanks fæddist í Concord í Kaliforníu í Bandaríkjunum þann 9. júlí 1956. Fyrsta mynd þessa frábæra leikara, sem var gerð árið 1980, hét “He Knows You´re Alone”. Var það enginn annar en Armand Mastroianni sem leikstýrði henni, en því miður veit ég ekkert um þennan asnalega leikstjóra, en eitt veit ég þó að sú mynd fékk falleinkunn hjá flest öllum gagnrýnendum. En fyrsta myndin sem kom Tom Hanks virkileg á kortið var hin ágæta mynd, “Dragnet”, og lék hann þar á móti Dan Aykroyd og Cristopher Plummer. Hann hefur nú leikið í um yfir 50 myndum og má ég til með að nefna hinar frábæru myndir eins og “Philadelphia” (þar sem hann vann sinn fyrsta Óskar), “Apollo 13”, “Toy Story 1 og 2” (þar sem hann ljáði rödd sína sem Woody), “Saving Private Ryan”, “The Green Mile” og “Cast Away”. Nýjast mynd Hanks mun heita “Road to Perdition” og er hún leikstýrð eftir hinn frábæra leikstjóra Sam Mendes (“American Beauty”). Svo mun hann (Hanks) að öllum líkindum leika í mynd eftir Steven Spielberg sem mun heita á frummálinu “Catch Me If You Can” (eða “Náðu mér ef þú getur”) og mun Leonardo DiCaprio, Martin Sheen og Cristopher Walken leika á móti honum í þeirri mynd. Hanks hefur einnig framleitt mini-seríuna “Band of Brothers” sem sló heldur betur í gegn á afstaðinni Golden Globe-hátíð. Það er því ljóst að hann á mikið eftir kallinn.

En þá er best að fara að fjalla aðeins um hina rómuðu mynd “Forrest Gump”. Þar leikur Tom Hanks hinn heimska en samt vitra mann, Forrest Gump (eða eins og Forrest sagði það alltaf: “My name is Forrest, Forrest Gu-u-ump.” Hann kynnist ungur að árum hinni fögru Jennifer Curran (Robin Wright; “Hurlyburly”, Unbreakable“ og ”The Pledge“) og er hann afar hrifinn af þessari laglegu stúlku. Það gerist svo ótrúlega margt í þessari mynd að það er vert að nefna nokkur dæmi, s.s. þegar hann hitti Elvis ”the King“ Presley, John Fitzgerald Kennedy (JFK), Lyndon Johnson, Richard ”nokkurn“ Nixon, þegar hann barðist í Víetnam og hitti þar fyrir Benjamin Bufford-Blue (Mykelti Williamson; ”Heat“, ”Con Air“, ”Three Kings“ og ”Ali“) og Lieutenant Dan Taylor (Gary Sinise; ”Of Mice and Men“, ”Apollo 13“, ”Ransom“, ”Snake Eyes“, ”The Green Mile“ og ”Being John Malkovich). Eins og sagði: “Það gerist svo ótrúlega margt í þessari mynd að ég hef eiginlega ekki tíma til að lýsa því nánar”. Allt í sambandi við allt er hreint út sagt frábært, s.s. leikstjórnin, leikurinn, TÓNLISTIN, myndatakan, lýsingin, klippingin o.fl. o.fl.= MYNDIN sjálf er yndislega FRÁBÆR!!!

Ég þakka fyrir mig að sinni.

Verið þið sæl!

goldy