Moonraker Moonraker

Leikstjóri: Lewis Gilbert
Handrit: Christopher Wood, Ian Flemming(Bókin)
Ár: 1979
Lengd: 124 mín
Aðalhlutverk:
Roger Moore, Lois Chiles, Michael Lonsdale, Richard Kiel, Corine Clery, Bernard Lee, Desmond Llewelyn, Lois Maxwell
Framleiðendur: Albert R. Broccoli

sbs:

***/****

Moonraker var gerð árið 1979, þegar Star Wars var rétt komin úr bíó og það átti að fara að frumsýna Star Trek: The Motion Picture, Albert R. Broccoli ákvað að fresta að gera Bond myndina For Your Eyes Only og vera með í “Sci-Fi” æðinu. Útkoman varð Moonraker. Moonraker varð vinsælasta Bond myndin og græddi um 202 milljónir dala, met sem varð ekki brotið fyrr en Goldeneye kom út 16 árum síðar.

Moonraker kom á eftir The Spy Who Loved Me og er lík henni á margan hátt. Jaws (Richard Kiel) stendur nátturulega uppúr, vinsælasti vondikarlinn sem hefur verið í Bond mynd. Það var víst nokkuð margir sem skrifuðu undir undirskriftarlista til að fá hann aftur. Jaws er eins og hann var í The Spy Who Loved Me stór og sterkur með járntennurnar sínar en hann eignast reyndar kærustu núna og talar nokkur orð. Aðalvondikarlinn er líka mjög svipaður Stromberg, núna heitir hann Hugo Drax og er leikin af Michael Lonsdale, Drax minnir mann mikið á Adolf Hitler, hann vill fara í geiminn með fullt af fólki, fólki án allra galla. Eiða öllu mannkyninu fara svo aftur á jörðina og skapa nýja heimsbyggð. Stromberg vildi gera svipað nema hafa allt undir sjávarmáli.

James Bond, leikin af Roger Moore í fjórða skipti, fær hjálp frá NASA vísindamanni núna Dr. Holly Goodhead (Lois Chiles). Bond fær að gera marga skemtilega hluti, í byrjuninni er honum hent útúr flugvel, án þess að hafa fallhlíf svo fær hann að fljúga geimflaug. Myndin er yfirfull af frábærum tækni- og sjóbrellum, þá sérstaklega í endaatriðunum sem gerast útí geimnum og í geimstöðinni hans Drax(sem er mjög svipuð geimstöðinni í 2001: A Space Odyssey). Það koma líka fram í myndinni nokkur atriði úr vinsælum vísindaskáldsögum, t.d. er hljóðið sem kemur úr hnappaborðinu til að komast inn í skrifstofu Drax lagið sem geimverurnar spiluðu í Close Encounters of the Third Kind og lagið úr 2001 kemur oftar en einu sinni fram. Mörg atriðana eru svoldið asnaleg segja margir en þetta er auðvitað bara James Bond ævintýri. Helvíti gott James Bond ævintýri.

<a href="http://www.sbs.is/critic/movie.asp?Nafn=Moonraker">Moonraker</a