The Departed The Departed (2006)

Leikstjóri: Martin Scorsese
Handrit: William Monahan
Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio, Matt Damon, Jack Nicholson, Mark Wahlberg
Lengd: 151 mín. (2 klst og 31 mín.)
Verðlaun: Vann 4 Óskarsverðlaun, meðal annars Besta Mynd og Besti Leikstjóri. Vann til fjölda annarra verðlauna.

The Departed er glæpamynd af bestu gerð. The Departed er talin vera besta mynd Martin Scorsese.

Myndin fjallar um tvö lögreglumenn innan við Massachusetts State Police. Einn þeirra, Colin Sullivan (Matt Damon) byrjaði að vinna hjá Írsku mafíunni, undir mafíustjóranum Frank Costello (Jack Nicholson) á unglingsárum, og verður síðan uppljóstrari fyrir Frank í löggunni á eldri árum. Billy Costigan (Leonardo DiCaprio) verður líka lögreglumaður, hins vegar byrjar hann að vinna sem uppljóstrari fyrir lögregluna þ.e.a.s í sérstakri deild sem Yfirlögreglustjóri Oliver Queenan (Martin Sheen) og undirlögreglustjóri hans Sean Dignam (Mark Wahlberg), hjá Frank Costello. Colin og Billy vita ekki af hvor öðrum, en brátt fer Frank að gruna að það sé uppljóstrari í sínu gengi, og sama gerist með lögregludeildina, Yfirlögreglustjórinn Queenan fer að gruna að það sé uppljóstrari í deildinni. Kaldhæðnislega, er Colin settur í það starf að finna uppljóstrarann.

Leiðir Billy og Colin fléttast enn meira þegar Colin eignast kærustu, sálfræðinginn Madolyn (Vera Farmiga), en Billy fer að hitta Madolyn sem sálfræðing, en eftir að hún hættir að vera sálfræðingurinn hans, byrja þau líka saman.

Frank ákveður að láta Colin sjá um að finna út hvaða lögga er í hans gengi. Colin vill fá að vita hver það er, en Queenan og Dignam vilja verna Billy, og neita. Frank lætur því alla starfsmenn sína, setja kennitölur, bankanúmer og öll önnur númer á blað svo Colin geti skoðað. Billy verður að skrifa niður sjálfur, en treystir að Queenan og Dignam hafi falið hann nógu vel. Blöðin fara svo til Colins í umslagi. Billy fylgist með þegar Frank lætur Colin hafa umslagið, en getur ekki komið auga á Colin. Svo byrjar stór eltingarleikur, þar sem hvorugur getur komið auga á hinn.

Billy finnur svo út frá einum glæpamanni að Frank er í raun uppljóstrari fyrir FBI. Það sé ástæðan fyrir því að hann sé aldrei náður. Hann lætur Queenan vita af þessu. Queenan skrifar það niður í bók sem hann geymir á skrifstofu sinni.

Colin verður virkilega hræddur eftir það atvik, og skipar sínum mönnum að elta Queenan, til að beina athygli frá sér. Mafían heyrir af þessu og gefur strax í skyn að Queenan sé uppljóstrari. Þeir hringja í Billy, sem hittir Queenan á þaki til að vara hann við. Þeir reyna að sleppa, en Queenan fórnar sér, á meðan Billy sleppur.

Dignam verður brjálaður eftir að Queenan er drepinn og kennir Colin um verkið. Colin segir að núna sé nauðsynlegt að vita hver uppljóstrari Dignams sé, en Dignam vill ekki svíkja Billy og neitar, segir upp í leiðinni. Colin kemst í eigur Queenans og finnur bókina sem í stendur að Frank sé uppljóstrari fyrir FBI.

Í reiði sinni ákveður Colin að senda lögregluliðið á eftir Frank. Frank er í vöruskemmu að sækja nokkra pakka af kókaíni. Lögregluliðið mætir á staðinn og drepur allt lið Franks, en Frank sjálfur rétt sleppur og hringir í Colin. Colin og Frank hittast skammt frá lögreglubílunum. Frank segist, jú, vera uppljóstrari fyrir FBI. Eftir reiðilegar samræður reynir Frank að drepa Colin, en Colin nær að drepa Frank fyrst.

Billy, nú laus frá öllum störfum kemur aftur á lögreglustöðina, til að fá sitt gamla nafn aftur. Colin ákveður að samstarf hans og Franks sé gleymt og grafið og ætlar að gefa Billy nafnið hans til baka. Billy fer inná skrifstofu Colin, og sér umslagið sem Frank lét Colin hafa. Billy finnur því út að Colin var uppljóstrarinn, og flýr af lögreglustöðinni. Colin finnur út að Billy veit og eyðir því skránni hans Billy.

Billy sendir upptökur, sem sönnuðu að Colin væri uppljóstrari Franks til Madolyn, sem hlustar á þær. Billy lætur hana líka hafa umslag sem inniheldur allt sem tengdist Colin og Frank. Madolyn hættir með Colin, þrátt fyrir að hún sé ólétt af barni þeirra.

Billy segir Colin að hitta sig á sama þaki og Queenan var drepinn. Þegar Colin kemur þangað er hann laminn af Billy, og Billy handtekur hann. Einn lögreglumaður, Brown, kemur á staðinn eftir að Billy hringir í hann. Billy nær að sannfæra Brown um að Colin sé uppjóstrari, en samt fer Billy með Colin inn í lyftu og ætlar niður. Brown fer niður stigann. Colin veit af örlögum sínum og biður Billy um að drepa sig. Billy segist vera að drepa hann. Rétt áður en Billy getur stigið út út lyftunni er hann skotinn i höfuðið af samstarfsmanni Colin, Barrigan. Barrigan skýtur líka Brown, sem var nýkominn niður. Barrigan segist líka hafa verið uppljóstrari fyrir Frank. Colin ákveður að standa með honum, en skýtur samt Barrigan í höfuðið.

Í skýrslu segir hann Barrigan hafa skotið bæði Brown og Billy. Colin segir líka að Billy eigið skilið Medal of Merit, sem eru hæstu verðlaun sem löggur fá.

Colin snýr aftur heim til sín, aðeins til að finna Dignam bíðandi eftir sér. Madolyn hefur víst farið til Dignam og sagt honum allt. Dignam skýtur Colin í höfuðið og labbar út.


Ég gef myndinni 9.5. Þetta er allra besta mynd sem ég hef séð, og líka besta Martin Scorsese myndin.