The Pianist The Pianist

Myndin The Pianist er gerð af hinum heimsþekkta franska leikstjóra Roman Polanski. Hún var tekin upp í Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Póllandi árið 2003.
Myndin gerist árið 1939 þegar seinni heimstyrjöldin er að byrja. Sögusviðið er gyðingahverfi í Varsjá þar sem fram fóru gyðingaofsóknir af hálfu Nasista. Í myndinni segir frá ungum Pólskum gyðingi að nafni Wladyslaw Szpilman sem er afar leikinn píanóleikari og spilar fyrir pólska útvarpsstöð. Hann býr í Varsjá með fjölskyldu sinni. Borgin hefur verið hertekin af Þjóðverjum sem líta gyðinga grimmdaraugum og fá þeir að gjalda þess með þeim hætti að þeir eru á endanum lokaðir inní ákveðnu gyðingahverfi þar sem þau lifa við mikla eymd og fátækt eða eru drepnir í útrýmíngarbúðum. Fylgst er með ótrúlegu lífshlaupi þessa unga manns sem með hjálp pólsku andspyrnuhreyfingarinnar og satt að segja ótrúlegri heppni og tilviljunum tekst að halda lífi og fela sig fyrir útsendurum Nastistana. Í lok myndarinnar má þó segja að hann hafi verið hætt kominn þar sem hann duldist á háalofti í yfirgefnu húsi þegar Þjóðverji í eftirlitsferð rekst á hann en þyrmir lífi hans þegar hann heyrir hann spila listavel á píanó.

Mér finnst myndin taka mjög vel á þessum hörmungartímum. Þungamiðjan er að varpa ljósi á líf Wladyslaw Szpilman og fjölskyldu hans og hvernig hann tekst á við hryllinginn sem meðal annars sýnir fjölskyldu hans vera tekna og færða í útrýmingarbúðir Nasistana. Þetta sýnir lífsvilja og seiglu mannfólksins og hvernig það getur þraukað við erfiðar aðstæður. Mér fannst myndin afar vel gerð í framleiðslu þar sem umhverfið er látið undirstrika gráma þessara hörmungartíma. Polanski rammar hvern ramma inn fyrir sig á snilldarhátt með afar raunverulegu umhverfi og áhrifamikilli sviðsetningu. Aðalleikari myndarinnar sem leikur Wladyslaw Szpilman heitir Adrien Brody og sýnir hann afbragðsleik sem hann meðal annars hlaut Óskarsverðlaun fyrir. Myndin The Pianist var meðal annars tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna og vann 3 af þeim þ.e fyrir besta leik í aðallhlutverki, besta leikstjóra og besta handrit byggt á bók.

Ég gef myndinni 5/5. Ein besta mynd sem ég hef séð sem gerist í seinni heimstyrjöldinni.

Ég gerði þessa ritgerð fyrir samfélagsfræði.
And then the viking roared “there can be only one!” and that day it was Jón Páll Sigmarsson… he was really amazing.