Election Ég sá þessa mynd síðastliðinn laugardag og bjóst við fyndinni mynd en ég varð fyrir vonbrigðum en nú ætla ég að gera grein um hana og hún hljóðar svo.
Þessi mynd var gerð árið 1999 og var leikstýrt af Alexander Payne(Sideways) og tagline hennar var:,,Reading, Writing, Revenge.''. Í henni léku Matthew Broderick(Inspector Gadget), Colleen Camp(Hearts of Darkness: A Filmmaker's Apocalypse), Jessica Campbell(Junk), Delaney Driscoll(Citizen Ruth), Molly Hagan(Ringmaster), Mark Harelik(Jurassic Park 3), Frankie Ingrassia(Glow), Jeanine Jackson(Man on the Moon), Chris Klein(American Pie), Phil Reeves(Happy, Texas) og Reese Witherspoon(American Psycho).

Þessi mynd fjallar um nemandann Tracy Enid Flick(Reese Witherspoon) sem tekur þátt í nánast öllu klúbbastarfi skóans síns. Enginn hefur eitthvað á móti henni þar til dag einn þegar hún býður sig fram til bekkjarforseta og þá fer einn kennari að nafni Jim McAllister(Matthew Broderick) að láta hana fara í taugarnar á sér eða öllu heldur byrjar að hata hana. Hann fær þá vinsælasta strákinn í skólanum sem heitir Paul Metzler(Chris Klein) til að bjóða sig fram á móti henni og byrjar þá mikil samkeppni á milli þessara tveggja frambjóðanda. Þá fer Tammy Metzler(Jessica Campbell) systirPauls í framboð og setur allt á annan endann.
Einnig eiga sér stað vandamál í einkalífi kennarans en á lokunum fer allt vel og allir fá sinu framgengt.

Þessi mynd var ekki eins og ég bjóst við, reyndar bjóst ég við góðri og fyndinni gamanmynd en þette reyndist vera einhvers konar gaman-drama þó var þetta ágæt mynd. Samt svolítið skrýtinn söguþráðurinn miðað við mynd sem er framleidd af MTV. Þessi myd var bara ágæt og það virtist sem að Reese Witherspoon sé fædd til að leika frekju og Matthew Broderick sé mjög góður að leika hlutverk geðvonds kennara. Þetta var annars góð mynd ég horfði aðeins á hana út af ég var að bíða eftir góðri mynd(The Hurricane). Ég gef þessari mynd ***/**** út af því að þetta var ágætis afþreying.

,,[Brainstorming campaign slogans]
Paul Metzler: Paul Power… Paul for President… Paul… Promise… Progress… Peanut…''.

kv.
dictato