Ég og maðurinn minn höfum stundum haft nokkuð gaman af “bláum myndum” og eigum meira að segja þrjár. Þessi númer eitt er um stelpu sem fer í meðferð við kynlífsfíkn, hún er örugglega síðan 1985 og er meira turn off en Steven Segal. Númer tvö er eldri og er um stelpur sem eru á ferðalagi, þá er þeim rænt af miðaldar vampýru eitthvað, semsagt hræðilegt, hvað er æsandi við kastala og miðaldir. Svo ætluðum við að vera rosalega sniðug og kaupa okkur spólu. Eftir mikla og vandræðilega leit í allar helstu hjálpatækjaverslanir borgarinnar, þá gripum við bara einhverja spólu. Vorum nátturulega rosalega lúmsk og sögðum í búðinni: helduru að Siggi vinur þinn vilji þessa mynd í afmælisgjöf. Hátt og skýrt svo það færi ekki örugglega framhjá neinum. Tókum spóluna og flýttum okkur út úr búðinni. Sáum ekki einu sinni hvað spólan hét, það voru ágætar myndir á hulstrinu. En þegar heim var komið og allir tilbúnir, og spólan komin í tækið, sáum við hvers kyns var, hún hét Sexuals Psychos II og það var grímuklæddur geðsjúklingur í leðri að strjúka á sér liminn með fjaðrakúst í aðalhlutverki. HJÁLP hvarjum dettur þetta í hug, annars voru nú ágætar senur inn á milli. svo vorum við búin að horfa á hana einum of oft því við vorum alvarlega farin að hugsa um að fá okkur fjaðrakúst og grímur. Þannig að maðurinn minn fór að stunda vídeóleigurnar. Honum fannst svo vandræðarlegt að fara þangað og standa innan um alla hina klámhundana, og vita ekkert um þessar sjúku myndir, að hann tók alltaf bara eitthvað. T.d tók hann einu sinni Tussy girls ( vissum ekki hvað það þýddi) en við sáum það fljótt því ekkert annað var í myndinni en rassaríðingar. Svo var það einu sinni sem hann tók Latin Girls hræðilegt ekkert nema kúgaðir innflytjendur sem voru að reyna að fá græna kortið. En allavega hafa þessar ferði á myndbandaleigurnar ekki borið mikinn árangur. Við höfum meira hlegið en fengið kynferðislegt kikk út úr þessu. Það eru til svo mikið af hlægilega sorglega lélegum bláum myndum . Svo kostar morðfjár að taka þessar myndir, og maður lendir kannski á spólum eins og The three sexy ninjas. Eða eitthvað álíka. Við erum orðin þreytt á þessu ástandi, HJÁLP !!!.
Getið þið þarna úti kannski komið með einhverjar lausnir eða tillögur. P.s það ættu kannski einhverjir góðir (graðir) menn að taka að sér kvikmyndagagnrýni um þennan flokk kvikmynda.

Virðingarfyllst Sjúpúng