The Fast & the Furious Titill:The Fast and the Furious
Framleiðsluár:2001
Leikstjóri:Rob Cohen
Aðalleikarar:Vin Diesel, Paul Walker, Michelle Rodriguez, Jordana Brewster
Lengd: ca. 101 min
Tegund:Crap/Action

Ég man eftir því að hafa séð hana í bíói fyrir nokkrum mánuðum. Ég man eftir að hafa komið út svekktur og pirraður. Ég man eftir að hafa farið í local videojointinn minn í gær. Ég man eftir að hafa komið þangað með væntingar um að sjá einhvað gott. Ég man eftir að hafa fundið ekki neitt fyrir utan þessa mynd. Ég man eftir að hafa ákveðið að taka hana ( ég veit ekki afhverju ). En ég sé ekki eftir því að hafa tekið hana. Þetta er ein hlægilegasta mynd sem ég hef séð ( ATH:Þetta er ekki grínmynd ). Ég lá í hláturskasti mest alla myndina. Mestur hláturinn fór í að horfa á Paul Walker reyna að leika!

Í stuttu máli fjallar myndin um löggu ( Paul Walker ) sem þarf að villa á sér heimildum og koma sér í eitthvað lame bílagengi ( eða eitthvað álíka ). Þetta gengi er fyllt af stereótýpum, wannabe thugs, illa leiknum kvennmönnum ( útlitið bjargaði þeim þó ), einhverjum gaur sem er alltaf vælandi ( Giovanni Ribisi eftirherma ) og nokkrum föngulegum bílum. En lífið er ekki alltaf dans á rósum fyrir littlu thuggana okkar! Nei, annað gengi…du du du duuu…japanskt gengi sem ætla sér að kála littlu vinum okkar ef þeir koma nálægt þeirra svæði! Nú er ekki gott í málum fyrir illa leiknu félaga okkar því að þessir vondu menn í hinu genginu ætla sér að ganga frá þeim í endanum…MEÐ VÉLBYSSUM!!!!!

Já þessi mynd er illa skrifuð, jafnvel ein verst skrifaða b-mynd sem ég hef séð. Hvað voru fokkin aðstandendur myndarinnar að hugsa? En jæja við máttum nú búast við þessu, leikstjóri The Fast… er hinn eini sanni Rob Cohen! Fokkin gaurinn hefur gert myndir á borð við Dragonheart, Daylight og það besta af öllu…THE SKULLS!!!!! Hefur þessi maður enga samvisku??? Nú er komið að leikurunum. Hvaða krakkar eru þetta? Ég meina Paul Walker? Hvaða hálfviti er þetta? Jordan Brewster tók greinilega ekki eftir því að hún var að leika í bíómynd, Michelle Rodriguez var góð í Girlfight en hvernig í fjandanum datt henni í hug að leika í mynd með svona lömuðu handriti+það að hún stendur sig fáranlega illa, Paul Walker getur ekki talað án þess að gera það asnalega og þið vitið eflaust öll hvernig hann stóð sig í myndinni, ég veit nú ekki hvað hinir leikararnir hétu en djöfulli langaði mig til þess að lemja þá alla ( þið getið ekki ýmindað ykkur hvað ég hata japanska hommann ). Sá eini sem slapp ómeiddur frá myndinni var Vin Diesel ( Pitch Black ). Ég veit ekki hvað það er, hann er bara óútskýranlega über kúl. Handritið er ein versta drulla sem ég veit um, má ég spyrja hver skrifaði handritið af þessari mynd??? Sá maður ætti að skammast sín. Tónlistin var svo léleg að…ég meina wtf? Ef maarr var ekki að hlusta á endalausa gargið í Fred Durst þá þurfti maarr að hlusta á eitthvað fokkin píkupopp með Ja Rule. Það voru mjög fáir góðir punktar í myndinni,, kannski helst mjög margir föngulegir kroppar, fallegir bílar ( en hvað í fjandanum var þetta ég ýti á takka og fer rosa hratt kjaftæði? ) og maarr gat hlegið af glötuðum leik Paul Walker´s. Alls ekki sjá þessa mynd, ég endurtek ALLS EKKI SJÁ ÞESSA MYND!

crap/****

Smokey…