Baseketball Ég sá þesssa mynd fyrst þegar ég tók hana á leigu fyrir ári eða svo og fannst hún alveg drepfyndinn það var ekki fyrr en í gær sem ég sá hana aftur á bíórásinni og ákvað þá að gera grein um hana og hún hljóðar svo.
Þessi mynd var gerð árið 1998 og tagline hennar var:,,Two guys invented a game… and turned the sports world upside down!''og henni var leikstýrt af David Zucker(Naked Gun). Í henni léku Matt Stone(Orgazmo), Trey Parker(South Park: Bigger Longer And Uncut), Yasmine Bleeth(Goodbye Casanova), Dian Bachar(The Adventures of Rocky and Bullwinkle), Jenny McCarthy(Scream 3), Robert Vaughn(Black Moon Rising), Bob Costas(Major League Baseball: All Century Team), Al Michaels(Homeward Bound II: Lost in San Francisco), Robert Stack(Joe Versus The Volcano), Trevor Einhorn(Disclosure), Ernest Borgnine(Escape From New York), Reggie Jackson(Summer of Sam), Dan Patrick(The Waterboy), Kenny Mayne, Tim McCarver(Naked Gun: From the Files of Police Squad!).

Þessi mynd fjallar um þrjá undirmálsmenn að nafni Joe Cooper(Trey Parker), Daug Remer(Matt Stone) og Kenny Scolari(Dian Bachar) sem finna upp íþrótt sem kallast hafnarkörfubolti eða ,,baseketball''. Í fyrstu spila þeir leikinn einungis í innkeyrslunni heima hjá þeim en þegar þeir vinna littlu deildina sem þeir hafa stofnað er þeim boðið að færa íþróttina í atvinnumannadeild af Ted Denslow(Ernest Borgnine). Ne þegar Denslow deyr og arfleiðir Joe Cooper liðið bjóranna með því skilyrði að þeir vinni deildina næstu leiktíð. Það hleypur snurða á vináttu Daug og Coop og þeir láta það bitna á liðinu en allt endar vel á endanum.

Þessi mynd var mög fyndin og hún sannar aðeins að Matt Stone og Trey Parker eru ekki aðeins góðir þáttaskrifendur(eins og sést í South Park þáttunum) heldur einnig frábærir gamanleikarar. Einnig sá maður góða tilburði hjá Dian Bachar sem er greinilega fæddur undirmálsmaður. Undir lokin á myndinni er myndin mjög mikið klippt á milli staða og sýnt er frekar lítið af leikjunum sem mér finnst vera ókostur. Söguþráðurinn er frekar lítilvæglegur en mjög fyndin. Það er einnig augljóst að leikstjórinn David Zucker er mjög góður gamanmynda leikstjóri. Fólk heldur við fyrstu kynni að þetta sé einhver low budget mtv mynd en ef þið horfið á hana með góðum hug munið þið skemmta ykkur mjög vel.
Ég gef þessari mynd ***/**** því að hún var´alveg ótrúlega fyndin og góð afþreying.

,,Remer: You're bed is over here.
[bendir á hundarúm]
Squeak: Dude, that is so fuckin' weak! How am I supposed to get a chick in that?
Coop: Oh, don't worry, dude. You couldn't get a chick if you had a hundred dollar bill hanging out of your zipper.
Squeak: Yeah I could.
Remer: No. Dude, you're a little bitch!
Squeak: I am not! I don't even know why I hang out with you guys, anyway.
Coop: ‘Cause you’re a piece of shit.
Squeak: I am not a piece of shit!
Remer: Yeah, but you're a little bitch.
Squeak: Goddammit! I swear if you guys rip on me 13 or 14 more times… I'm outta here!''.