Collateral Damage (Spoiler) Collateral Damage:

Leikstjóri: Andrew Davis

Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Francesca Neri, John Leguizamo, Elias Koteas.

Framleiðsluár: 2001

__________________________________________________________________


Arnold Schwarzenegger hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér. Hann leikur nánast alltaf í heilalausum hasarmyndum þar sem ekkert er gert nema slást. Hann er eiginlega alltaf einn í liði og drepur alla vondu kallana. Svoleiðis eru flestar myndir hans í hnotskurn.

Collateral Damage er ekki ýkja frábrugðin eldri myndum með Árna Svartnaggi. Hún fjallar um slökkviliðsmanninn Gordon (Naggurinn) sem missir konu sína og son í hryðjuverkaárás frelsihers Kolumbíu. Hann fer til Kólumbíu og ætlar að hefna fjölskyldu sinnar. Hann lendir í ýmsum hremmingum í Kólumbíu en kemst svo alla leið í höfuðstöðvar Kólumbíska frelsihersins. Myndin spinnur svo aðeins upp á sig rétt í lokin. Lokaatriðin komu mér á óvart því ég hélt að ég væri búinn að leysa þessa flækju í myndinni en það var ég svo sannarlega ekki búinn að gera.

Leikurinn í myndinni var alveg ágætlega yfir meðallagi en sprengingarnar voru kannski aðeins of ýktar fyrir minn smekk. Alveg þess virði að kíkja á, allavega á leigunum. 800 kr. er kannski of mikið fyrir þessa meðalmynd.

** / *****

Svo er bara að bíða spenntur og vona það besta um Terminator 3.