Kvikmyndagagnrýni: I Love You, Man Rómantískar gamanmyndir geta verið ágætis afþreying. Formúlan er rosalega einföld og yfirleitt klisjukennd en með góðu handriti er hægt að búa til alveg fína áhorfanlega mynd. Ég er hins vegar ekki alveg viss um hvort ég geti sagt það sama um nýjustu myndinni með Paul Rudd, I Love You, Man.

Myndin notast við svo sem ágæta sögu: Peter Klaven (Rudd) biður kærustu sinnar, Zooey (Rashida Jones), en þegar þau fara að plana aðeins brúðkaupið kemur í ljós að Peter á engan besta vin til að geta verið svaramaður hans. Í hreinskilni sagt á hann engan náinn karlmannsvin. Hann ákveður því að fara á smá mannaveiðar sem allar ganga frekar illa. Annað hvort eru mennirnir sem hann reynir að kynnast pirrandi, leiðinlegir eða (eins og í einu tilfellinu) samkynhneigðir, sem er kannski ekki alveg það sem Peter var að sækjast eftir. Allt breytist þegar hann, fyrir algjöra tilviljun, kynnist Sydney Fife (Jason Segel), sem snýr lífinu hans alveg á hvolf. Nokkur vandamál koma upp, eins og að Zooey finnst Peter vera meira með Sydney en henni, og á einum tímapunkti ákveður Peter að segja skilið við Sydney, en eins og formúlan hefur sagt okkur aftur og aftur fer allt vel á endanum.

Leikararnir skila hlutverkum sínum af einstakri prýði, og vil ég sérstaklega taka að ofan fyrir Jason Segel í hlutverki Sydney, enda fannst mér hann áberandi besti leikarinn í þessari mynd. Eiginlega var hann líka besta persónan, þar sem mér fannst ég einhvern veginn ekki geta sett mig í spor neinna hinna. Leikararnir voru fínir, jújú, en þessar persónur voru bara engan veginn aðlaðandi. Peter fannst mér vera of vandræðalegur of lengi, Zooey var bara þessi dæmigerða snoppufríða kærasta (þó er ég ekkert að setja út á leikinn hér; Jones var með betri leikurum í myndinni), tvær af vinkonum Zooey, Hailey (sem var einhleyp og var það undirstrikað með því að láta hana vera stressaða og vandræðalega í kringum karla sem henni líkaði við) og Denise (sem mér fannst algjör tík yfirhöfuð) voru bara aumkunnarverðar í alla staði, maður Denise, Barry, átti víst að vera algjör skíthæll en það var bara allt of ýkt… Ef ég héldi áfram yrði það gott efni í allavega tvær greinar. Einu persónurnar sem mér fannst góðar voru Sydney, Robbie Klaven (bróðir Peter), og Tevin Downey, en hann var eins konar keppinautur Peter í vinnunni.

Svo ég snúi mér að handritinu þá er þetta örugglega með bjánalegri handritum sem ég hef vitað um. Eftirtektarverðast var hversu vandræðaleg persóna Rudd var. Hann hafði alltaf átt bara stelpuvini þannig að það að kynnast manni til að vingast við var svolítið erfitt fyrir hann. Hann vissi ekkert hvernig átti að haga sér, hvað hann átti að segja, og var svolítið mikið í að reyna að vera svalur. Þetta var svo sem ásættanlegt fyrst (þ.e.a.s. þegar hann var ennþá að kynnast mönnunum og seinna Sydney) en þegar þetta var farið að draga svo mikið á langinn að hann virtist aldrei ætla að hætta vildi ég bara negla stórt STOP-merki í andlitið á einhverjum. Ég meina, hvað var málið? Hann var loksins búinn að kynnast manni sem hann gat kallað besta vin sinn, og hann hagaði sér ennþá svona í tíma og ótíma? Ætti hann ekki að hafa náð að þroskast upp úr þessu á öllum þessum tíma? Það vantaði gersamlega alla persónuþróun (e. Character Development) í Peter á þessu sviði.

Annað sem fór í taugarnar á mér voru „Mandate“-in sjálf, eða deitin sem Peter tók mennina sem hann ætlaði að kynnast á. Ég er nokkuð viss um að þau áttu að vera bjánalega vandræðaleg, en þau voru ýkt svo mikið að þau urðu bara hræðileg. Ég hef í rauninni ekki mikið meira að segja um þau en það. Þau voru bara hræðileg.

Og svo er það Barry. Jesús minn… Eins og áður sagði held ég að hann hafi átt að vera algjör skíthæll en líkt og deitin þá var það ýkt allt of mikið. Í alvörunni talað, hann og Denise voru til dæmis aldrei á skjánum án þess að rífast, eða að Barry væri að kvarta undan öllu. Það var engin tilfinning á milli þeirra nema pirringur og reiði. Myndi maður ekki vera löngu búinn að skilja við þetta? Ég meina, þetta átti kannski að vera rosalega fyndið en það var bara engan veginn húmor í þessu.

Eitt sem ég tók líka sérstaklega eftir hvað varðar handritsgerð myndarinnar var að allir bestu brandararnir voru í trailernum, þannig að ég var hvort eð er búin að sjá þá alla. Ég vissi því alveg hvað yrði sagt á hvaða tímapunkti og fannst það þar af leiðandi ekkert fyndið. Til dæmis símaatriðið á milli Zooey og vinkvennana („[...]That‘s where you guys fucked for the first time, right?“), þegar Robbie er að segja Peter frá mandate-planinu („You‘re not taking these boys to see The Devil Wears Prada“ „Oh god, I love that movie!“), prumpuatriðið, öskuratriðið undir brúnni („Now gently remove your tampon and try again.“), og svona mætti lengi telja.

Það var samt Sydney og framistaða Jason Segel sem bjargaði alveg þessari mynd fyrir mig. Ef hann hefði ekki verið svona góður hefði ég hreinlega gengið út úr bíósalnum – og það hefði verið í fyrsta skipti sem ég gerði það, þannig að það er mikið sagt. Ég veit ekki hvort ég geti valið uppáhaldsatriði með honum, þau voru öll alveg æðisleg. Þó fannst mér innkoma hans í brúðkaupið standa mikið uppúr. Það var þessi týpíska klisja að einmitt þegar presturinn kom með „Ef það er einhver sem vill ekki að þetta fólk gifti sig“-setninguna birtist hann. En móður og másandi fór hann að afsaka sig fyrir að hafa komið á þessum tímapunkti, hann hafði ekkert á móti því að Peter og Zooey giftu sig, og svo framvegis. Frábært twist á þessari annars ofnotuðu klisju.

Svo voru reyndar nokkrar setningar sem mér fannst ágætar sem voru ekki í trailernum, en þær voru samt af skornum skammti:

Peter, þegar hann áttar sig á því að hann er vinalaus sagði, ekki
I gotta get some fucking friends.

Peter, þegar hann hringir í talhólf Sydney sagði, ekki
Peter, it‘s Sydney Klaven.

Sydney, eftir að Peter vann hann á skylmingaæfingu sagði, ekki
Suck it, Gil!

Peter, að reyna að gera reggí-hreim sagði, ekki
Slappin da bass, mon!

Mel Stein (einn af mönnunum sem Peter bauð út) eftir að Peter spyr hann hvort hann sé með einhver plön 30. júní sagði, ekki
I‘m 89 years old. What the fuck kind of plans would I have?

Það voru víst einhverjar senur í kreditlistanum, en ég missti því miður af þeim og get því voða lítið sagt til um hvort þær hafi verið fyndnar eða ekki.

Bottom line, þá er þessi mynd bara afþreying að mínu mati. Ekki svo að segja að þetta sé eitthvað slæm mynd, en þetta er heldur ekki góð mynd. Hún er bara… já, afþreying. Þetta er svona mynd sem maður horfir á ef maður er einstaklega latur og hefur ekkert að gera en langar samt að horfa á eitthvað. Ég get ekki sagt að ég mæli með þessari mynd, því eins og ég hef áður sagt eru nánast öll fyndnu atriðin í trailernum hvort eð er, bara hægt að horfa á hann. En eins og allt annað sem ég set frá mér, þá eru þetta einungis mínar skoðanir, svo að öllum óþarfa skítköstum um hvað þetta sé góð mynd og hvað ég sé vangefin að þykja hún svona slöpp verður umsvifalaust hlegið að.

Friður!